Skip to Content

"Á vakt fyrir Ísland", námstefna LSS 18.-19. október 2019

Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamann heldur námstefnuna „Á vakt fyrir Ísland 2019“ dagana 18. og 19. október á þessu ári á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þetta er í annað sinn sem námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ er haldin. Sú fyrsta var árið 2017.

Ætlunin er að námstefnan „Á vakt fyrir Íslands“ verði framvegis á tveggja ára fresti. Stefnt verður að því að fá til liðs hverju sinni sérfræðinga erlenda og innlenda með þekkingu á brýnum viðfangsefnum sem tengjast aðallega störfum og öryggismálum slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, neyðarvarða og þeirra sem að björgunarmálum og aðhlynningu sjúkra og slasaðra koma.

Markmið námstefnunnar er að efla þekkingu og færni félagsmanna í starfi. Efla og hlúa að samstarfi björgunaraðila. Efla samkennd og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila.

“Á vakt fyrir Ísland “ er einnig kjörinn vettvangur fyrir innflytjendur, sölu og þjónustuaðila sem að björgunar og öryggismálum koma að kynna þar vörur sínar og þjónustu.

Viðbragðsaðilum er lífsnauðsynleg að kynnast nýjungum sem auka þekkingu þeirra og hæfni. Þannig verða þeir betur í stakk búnir til þess að takast á við þau krefjandi verkefni sem fyrr eða síðar munu þarfnast úrlausnar. Mikill metnaður er til þess að vanda vel til verka þannig að sómi sé að. Undirbúningi námstefnunnar í ár miðar vel áfram og dagskrá er nánast fullmótuð. Umfjöllunarefni skortir hvorki né fyrirlesara. Ef allt gengur upp verða fyrirlesarar frá Svíþjóð, Englandi, Írlandi og Íslandi.

Öll vinna vegna námstefnunnar er ólaunuð. Námstefnan er aðallega fjármögnuð með
styrkjum og sölu auglýsinga í bækling námstefnunnarDrupal vefsíða: Emstrur