Skip to Content

Fundur um gróðurelda og skoðun á slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu á Selfossi

Brunatæknifélagið efnir til fundar um gróðurelda og skoðunar á slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu á Selfossi þann 30. maí næstkomandi. 

Fundurinn fer fram á slökkvistöðinni á Selfossi, Árvegi 1. 800. Selfoss. 

Dagskrá er skv. eftirfarandi.

17:00-17:30 
Dóra Hjálmarsdóttir, Verkfræðingur  hjá Verkís. 

Dóra ræðir um gróðurelda og sumarhús. Kynnir nýja gróðureldabók og ræðir um gróðurelda á víðum grunni.

17:30 til 17:50

Lárus Kristinn  Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu. 

Ræðir um gróðurelda, búnaðarmál, viðbrögð og fleira. 

18:00 til 19:00

Kynning á Brunavörnum Árnessýslu og skoðunarferð um slökkvistöðina á Selfossi. Drupal vefsíða: Emstrur