Kynning á nýrri tækni á brunavörnum

Kynning á þráðlausum brunavörnum

Securitas hf. stendur fyrir kynningu á nýrri tækni á brunavörnum miðvikudaginn 27. nóvember kl. 09:00-11:00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.

Haldin verður kynning á Hyfire þráðlausum brunavörnum þar sem Paul Turner frá Sterling Safety Systems fer yfir nýjungar í þráðlausum brunavörnum. Einnig mun Jóhann Gunnar Sveinsson rafmagnsiðnfræðingur og sérfræðingur hjá Securitas fara yfir mögulegar uppsetningar á þessum búnaði og hvernig reynsla manna er.

Sterling Safety Systems er leiðandi fyrirtæki í brunavörnum og  er þetta frábært tækifæri til að kynnast nýjungum í þessum flokki.

 Hyfire þráðlausir reykskynjarar eru EN54 vottaðir og virka með bæði vistfanga og rásaskiptum brunakerfum. Hyfire vinnur með mörgum tegundum brunakerfa og þar á meðal Notifier.

Securitas býður þér að sækja þessa kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Allar fréttir