ÍSLANDSDEILD – INSTITUTION OF FIRE ENGINEERS
1. Nafn.
1.1 Nafn félagsins er Brunatæknifélag Íslands, hér á eftir nefnt Brunatæknifélagið. Brunatæknifélagið er vettvangur áhugafólks um brunamál og er auk þess að hluta til Íslandsdeild Institution of Fire Engineers (skammstafað I.F.E.), og er 63. deild þess. Varnarþing félagsins er í Reykjavík.
2. Tilgangur félagsins er:
2.1 Að örva og stuðla að framförum í brunafræðum, forvörnum og slökkvitækni ásamt öllum tengdum greinum og örva hugmyndir, sem eru líklegar til að koma að gagni í tengslum við ofangreind markmið, bæði fræðilega og verklega, fyrir meðlimi Bruna¬¬¬tæknifélagsins og samfélagið í heild.
2.2 Að beita sér fyrir fundum, skoðanaskiptum og útgáfum um mál sem horfa til framfara um ofangreind markmið.
2.3 Að gera allt til að árangur náist um ofangreind markmið.
2.4 Að afla Brunatæknifélaginu nýrra og hæfra félaga og hvetja þá og aðstoða, þá sem þess óska, við að verða fullgildir félagar í IFE.
3. Aðild að Brunatæknifélaginu.
3.1 Allir geta fengið aðild að Brunatæknifélaginu, sem geta sýnt fram á tengsl sín við brunamál eða tengd málefni og geta þeir valið um hvort þeir verða félagsmenn einungis í Brunatæknifélaginu eða einnig félagar í IFE.
3.2 Þeim sem uppfylla inntökuskilyrðin skv. gr. 3.1 má veita aðild að Bruna¬tækni-félaginu samkvæmt ákvörðun stjórnar, en stjórn setur sér verklagsreglur varðandi skilyrði um inntöku nýrra félaga í Brunatæknifélagið (sjá gr. 6.4). Bruna¬tækni-félagið getur jafnframt gert einstaka meðlimi Brunatæknifélagsins eða sérhvern annan aðila sem hefur veitt sérstaka tæknilega aðstoð, að heiðursfélaga.
3.3 Upphæð árgjalds til Brunatæknifélagsins skal ákveðin á aðalfundi. Gjalddagi þess skal vera 1. maí ár hvert en eindagi sex vikum síðar. Árgjald félaga IFE umfram gjaldið til Brunatæknifélagsins ákvarðast af stjórn IFE.
3.4 Standi meðlimur ekki skil á árgjaldinu í tvö ár samfellt fellur aðild hans að Bruna-tækni¬¬félaginu niður, enda sé honum tilkynnt um slíkt með fyrirvara.
3.5 Sé nýr meðlimur tekinn inn í Brunatæknifélagið á síðustu þremur mánuðum fyrir aðalfund, skal fyrsta árgjald hans gilda fyrir mánuðina þrjá og árið á eftir. Á hann þá aðeins rétt á að fá sent það efni sem I.F.E. (sé hann/hún félagi íIFE) og Bruna-tækni¬félagið gefa út á þessu tímabili.
3.6 Þeir sem hafa verið meðlimir í 15 ár samfellt, geta ef þeir kjósa, greitt tvöfalt árgjald 1. maí árið eftir að þeir ná 60 ára aldri, og verið síðan meðlimir af sömu gráðu til æviloka án þess að greiða frekari árgöld.
4. Fundir.
4.1 Aðalfund skal halda í apríl ár hvert eða sem næst þeim tíma. Á aðalfundinum skal leggja fram endurskoðaða reikninga Brunatækni-félagsins til samþykktar. Reikningsár Brunatæknifélagsins er almanaksárið. Á aðalfundi tekur nýkjörin stjórn og skoðunarmaður reikninga við embætti, enda hafi þau verið kjörin samkvæmt gr. 5.
4.2 Stjórnin ákveður aukaaðalfundi eftir þörfum. Skriflega tilkynningu um þá skal senda öllum félögum eigi síðar en 7 dögum fyrir fundinn. Í tilkynningunni skal fundarefnis getið og engin önnur mál skal taka fyrir eða gera samþykktir um á fundinum.
4.3 Ef ritari fær í hendur beiðni um aukaaðalfund undirritaða af tíu meðlimum, skal hann strax boða til slíks fundar með ekki minna en 7 daga og ekki meira en 21 dags fyrirvara. Um fundarboð fer skv. grein 4.2.
4.4 Sérhver félagsmaður viðstaddur félagsfund skal hafa eitt atkvæði, óháð stöðu, en ef atkvæði falla jafnt skal formaður Brunatæknifélagsins fá eitt viðbótaratkvæði þ.e. oddaatkvæði.
4.5 Allir félagar í Brunatæknifélaginu hafa atkvæðarétt á aðalfundi Bruna¬tækni-félagsins.
4.6 Einungis þeir félagar sem eru einnig félagsmenn í IFE eru ályktunarhæfir um málefni sem borin eru upp á aðalfundi og snerta IFE, utan lagabreytinga skv. gr. 7.1.
5. Kosning stjórnar
5.1 Á aðalfundi ár hvert skal kjósa stjórn og skoðunarmann reikninga. Formann skal kjósa beinni kosningu. Í stjórn sitja fimm menn, formaður, varaformaður, ritari, féhirðir og einn meðstjórnandi. Almenn regla skal vera að núverandi eða fyrr-verandi stjórnarmeðlimur taki við embætti formanns, en fráfarandi formanni er ætlað að sitja sem meðstjórnandi í stjórn árið eftir að hann lætur af starfi formanns. Formannssæti má sami maður ekki skipa nema þrjú ár í senn.
5.2 Allir meðlimir Brunatæknifélagsins eru kjörgengir til stjórnar, að því tilskildu að a.m.k. 1 af 5 stjórnarmönnum í Brunatæknifélaginu skal einnig vera félagi í IFE.
5.3 Stjórnin skal sitja eitt ár í senn og því aðeins að meðlimir viðstaddir aðalfund ákveði annað, eru allir stjórnarmenn kjörgengir til endurkjörs (sjá þó lið 5.1).
5.4 Tilnefning til stjórnar og skoðunarmanns reikninga skal borin fram á árlegum aðal-fundi af einum meðlimi Brunatæknifélagsins og studd af öðrum.
6. Framkvæmdavald og skyldur stjórnar.
6.1 Stjórnin hefur heimild til að fela hvaða meðlimi Brunatæknifélagsins sem er sérstök verkefni á vegum stjórnar, eða til að fylla autt stjórnarsæti tímabundið.
6.2 Stjórnarfundur er ályktunarfær þegar minnst 3 eru mættir og getur samið eigin fundar¬sköp, önnur en að skipa formann, þegar annað hvort formaður eða vara-formaður eru viðstaddir. Hún setur einnig starfsreglur fyrir allar undirnefndir sem hún skipar. Hún getur falið undirnefnd ákvörðunarrétt í einstökum málum.
6.3 Stjórnin annast allar eigur, fundargerðabækur og málefni Brunatæknifélagsins, og hefur á höndum allt vald félagsins, sem ekki er falið aðalfundi þess og er undan-skilið með sérstökum samþykktum aðalfundar.
6.4 Stjórnin hefur vald til að samþykkja eða hafna umsókn hvaða einstaklings sem er án þess að tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni og getur vikið úr Brunatæknifélaginu sér¬hverjum þeim er uppfyllir ekki félagsskyldur.
6.5 Stjórnin ákveður hvenær og hvar hún kemur saman, en ef ritari fær skriflega beiðni frá þremur stjórnarmanna um að boða til stjórnarfundar, skal hann gera það þegar í stað og hafa minnst 3ja daga og mest 7 daga fyrirvara.
6.6 Formaður og féhirðir skulu hafa umboð til að ráðstafa fjármunum Bruna¬tækni-félagsins, en skulu gera stjórninni grein fyrir útgjaldaliðum.
6.7 Stjórn Brunatæknifélagsins er ábyrg gagnvart IFE í þeim málefnum sem varðar IFE.
7. Breytingar á lögum Brunatæknifélagsins.
7.1 Breytingar eða viðbætur við lög þessi má aðeins gera á aðalfundi Bruna¬tækni-félagsins og verða þá að hljóta samþykkt að minnsta kosti tveggja þriðju hluta viðstaddra félaga til að öðlast gildi, enda hafi félögum Brunatæknifélagsins verið kynnt efni tillagnanna í aðalfundarboði.
Samþykkt á aðalfundi BTÍ 2009.