Institution of Fire Engineers var stofnað 31. október 1918 í Edinborg í Skotlandi. Aðalstöðvar félagsins eru nú í Leicester í Englandi. Undir merki félagsins starfa 50 deildir um allan heim og halda deildirnar fundi, ráðstefnur, gefa út fréttabréf og fleira. IFE gefur auk þess út tímarit, Fire Engineers Journal. Félagsmenn eru alls um 11.000 talsins út um allan heim. Þeir gegna mörgum mikilvægum störfum og ábyrgðarstöðum tengdum brunavörnum, hver í sínu landi.
Íslenska deildin var sú fyrsta sem var stofnuð utan landa fyrrum breska samveldisins, en nú eru einnig starfandi deildir í Svíþjóð, Þýskalandi, Malasíu og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.