Brunatæknifélagið efnir til fundar um bruna í rafbílum og rafmagnshjólum þann 4. desember næstkomandi.
Fundurinn fer fram á slökkvistöðinni á Selfossi, Árvegi 1. 800 Selfoss.
Á fundinum munu Eyjólfur Óli Jónsson, varðstjóri BÁ og Jón Þór Jóhannsson varðstjóri og eldvarnaeftilitsmaður hjá BÁ fjalla um bruna í Tesla bifreið og rafhjólum ásamt því að fjalla um aðferðarfræði slökkviliða við bruna í rafbílum.
Fundurinn hefst kl. 10:00 og áætlað er að honum ljúki 11:00 eða fyrr.
Kaffi og með því í boði BTÍ.
Fundinum verður streymt á Teams, hlekkur verður sendur út á félagsmenn fyrir fundinn.