Morgunfundur um loftræsi- og reykræsilausnir með Promat eldvarnarplötum

Næsti fundur Brunatæknifélagins verður haldinn miðvikudaginn 28. janúar á Hótel Reykjavík Natura.

Á fundinum verður fjallað um útfærslu brunavarna með Promat eldvarnarplötum. Linas Krisciunas, verkefnastjóri hjá Promat, heldur erindi með sérstaka áherslu á notkun Promat platna í loftræsi- og reykræsilausnum, þar með talið loftræsilausnir frá iðnaðareldhúsum. Jafnframt verður fjallað um brunavarnir timbur- og stálburðarvirkja með Promat plötum. 

Fundurinn hefst kl. 9:00 á Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52 í Reykjavík. Áætlað er að fundinum ljúki kl. 10:00. Fundinum verður jafnframt streymt á Teams, hlekkur verður sendur út fyrir fundinn. 

Kaffi og kleinur í boði Promat og Redder ehf. 

Stjórn Brunatæknifélagsins.

Allar fréttir