Morgunverðarfundur, fimmtudaginn 30. október

Fyrsti morgunverðarfundur vetrarins verður fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 8 á Hótel Natura.

Efni fundarins er kynning á skipulagningu á Evrópumóti í fimleikum sem nýlega var haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Georges Guigay, starfsmaður verkfræðistofunnar Verkís sá um hönnun og skipulagsbreytingar sem gera þurfti á Laugardalshöllinni til þess að af mótinu gæti orðið. Georges heldur kynningu á þessari hönnunar- og skipulagsvinnu og segir frá hvernig til tókst. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Fundurinn er öllum opinn. Ekki er aðgangseyrir að fundinum en gert er ráð fyrir að fundargestir kaupi sér morgunverð af hlaðborði hótelsins.

—–

Mynd með fréttinni er af vef mbl.is

Allar fréttir