Afmælisveisla Brunatæknifélagsins

Það stefnir í góða mætingu í afmælisveislu Brunatæknifélagsins en ennþá eru nokkur sæti laus í rútunni og því viljum við endilega fá fleiri.

Mæting er kl. 16 við Hótel Grand föstudaginn 18. nóv. þar sem rútan bíður og skilar okkur síðan aftur kl. 19 fyrir kvöldverðinn.

Fyrst verður „kveikt í“ mannskapnum með léttum veitingum um leið og rennt er framhjá áhugaverðum stöðum sem tengjast sögu brunamála. Dagskráin kraumar síðan undir ljúffengum mat í salnum okkar á Hótel Grand þar sem við leggjum í 3ja rétta óvissuferð eftir kenjum kokksins. Á milli blossa upp skemmtiatriði í bland við fróðleik á léttum nótum.

Áætluð dagskrárlok eru um kl. 22:00. Þetta verður fyrst og fremst létt og skemmtilegt kvöld þar sem við fögnum því góða starfi og þeim skemmtilega anda sem fylgt hefur félaginu undanfarin 20 ár.

Allt þetta, þ.e. rúta, veitingar í rútu, kvöldverður (fyrir utan vín) og skemmtiatriði fyrir aðeins 3.000 kr. (vinsamlegast takið með seðla, erum ekki posavædd)

ALLIR FÉLAGSMENN VELKOMNIR, ekki síður nýir félagar en þessir gömlu góðu. Skráning fyrir 11. nóv. hjá mailto:info@bti.is.

Myndir frá atburðinum:

https://picasaweb.google.com/106574077908973675305/20111118HatiArfundur?authkey=Gv1sRgCPWJ07X7o9a9Qw#

Allar fréttir