Brunaþing 2016 verður haldið föstudaginn 13. maí á Hótel Natura.
Þema þingsins í ár er slökkvifroða. Fjallað verður um froðu, notkun hennar og þróun með tilliti til umhverfis.
Á þingið koma tveir sérfróðir fyrirlesarar frá Norðurlöndunum, auk innlendra fyrirlesara. Við hvetjum ykkur til að mæta og kynnast nánar þessu áhugaverða efni.
Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn Brunatæknifélagsins.
————
Dagskrá:
8:30 Setning og skipun þingsstjóra – Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.
8:40 Hvað er froða? – Elísabet Pálmadóttir, sviðsstjóri á Mannvirkjastofnun
9:25 Froða og heilsa umhverfis og manna – Bo Anderson frá MSB í Svíþjóð.
10:10 Kaffihlé
10:25 Hönnun froðukerfa – Aðili frá Securitas
10:50 Þróun froðu, tegundir, kostir og gallar – Ian Solberg frá Solbergfoam.com í Noregi
11:35 Aðkoma slökkviliðs að kröfum um froðu í verksmiðjum – Ásmundur Jónsson slökkviliðsstjóri Grindavík
12:00 Pallborðsumræður og spurningar
12:15 Brunaþingi slitið
Þingstjóri er Pétur Valdimarsson, Mannvirkjastofnun.
——–
Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.