Fyrir hönd stjórnar BTÍ þá vil ég fara stuttlega yfir starf BTÍ á þessu starfsári og kynna það sem er framundan hjá BTÍ.
Í haust kom stjórn BTÍ saman og skipti með sér verkum. Er hún skipuð eftirfarandi aðilum:
Árni Árnason, gjaldkeri
Ástvaldur Eiríksson, meðstjórnandi
Kristján Vilhelm Rúriksson, formaður
Óskar Þorsteinsson, meðstjórnandi
Pétur Pétursson, ritari
Stjórnin hefur staðið fyrir 3 atburðum sem eru:
Skoðunar- og fræðsluferð til Hveragerðis í október til að skoða Hamarshöllina sem hefur þá sérstöðu að uppblásið hús með burðarvirki úr lofti. Ferðin var vel heppnuð og var gaman að hlusta á kynningu um húsið sem og að skoða það.
Í nóvember var síðan morgunverðarfundur um skipsbruna en þar kom Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá SHS, og kynnti slökkvistarf og annað því tengdu þegar slökkviliðsmenn SHS tóku þátt í slökkistarfi á skipinu Fernöndu. Var sá fundur vel sóttur enda umræðuefnið mjög áhugavert vegna tíðra skipsbruna á síðasta ári
Í byrjun janúar var morgunverðarfundur með fyrirlesurum frá Viking Sprinkler í Evrópu þar sem farið var yfir nýjungar í úðakerfum og þá umgjörð sem hönnuðir þurfa að vinna í. Tókst fundurinn mjög vel og var mjög vel sóttur.
Dagskrá ársins er eftirfarandi:
29. janúar Morgunverðarfundur fundarefni: Brunar ársins
26. febrúar Morgunverðarfundur fundarefni: Óákveðið
26. mars Morgunverðarfundur fundarefni: Óákveðið
9. maí Brunaþing/Aðalfundur:
Það er von stjórnar að félagar muni halda áfram sækja morgunarverðarfundina af sama krafti og áður enda eru þeir kjarninn í okkar starfi.
Formaður BTÍ
Kristján Vilhelm Rúriksson