Morgunverðarfundur BTÍ í sal Eflu

Morgunverðarfundur BTÍ verður í sal EfluHöfðabakka 9 miðvikudaginn 22.apríl kl. 8.15.

Sean Ritchie er framkvæmdastjóri Fire Security Systems sem framleiðir og selur vörur til forvirkra brunavarna.

Sean er verkfræðingur og hefur starfað að forvirkum brunavörnum á annan áratug og veitt ráðgjöf og þjónustu til stórra viðskiptavina um allan heim auk þess að eiga gott samstarf við tryggingafélög og vottunaraðila.

Sean mun fjalla um arðbærni fyrirbyggjandi brunavarna og hvernig hægt er að ná þessum ávinningi með skilgreindum efnum, aðferðum og samskiptum.

Sean mun leggja sérstaka áherslu á lausnir sem snúa að vörnum á köplum og reynslu Fire Security af kapalvörnum í orkuvirkjum, stóriðju, olíuiðnaði og í stærri skipum.

Kapalvarnir geta haft veruleg áhrif á áhættumat tryggingafélaga en erlend tryggingafélög gera mörg hver kröfu um brunavarnir kapla þegar bjóða á rekstrar rekstrartryggingar. Sean mun fara yfir dæmi um bæði varnir, bruna og áhrif brunavarna á leiðni kapla og rekstrarvirkni kapla við bruna og þar með öryggi mannvirkja.

 

Eldhugar ehf eru samstarfsaðilar Fire Security Systems á Íslandi og kemur hann til Íslands í boði fyrirtækisins.

 

Fyrirlesturinn verður á ensku og heitir á frummálinu „The Feasibility of Preventive Fire Protection and how to get the reward“ og hefst kl. 8.15.

——————————————–

Rjúkandi morgunbrauð verður í boði Eldhuga frá kl. 8.00. Kaffið í boði Eflu.

 

Allar fréttir