Brunatæknifélag Íslands boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. janúar 2012.
Fundurinn verður haldinn á icelandair Hotel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) og hefst kl. 8:00 með morgunverði.
Yfirskrift fundarins er:
Yfirlit yfir bruna ársins 2011 og „áhugaverðir brunar“.
Fundarefni:
• Yfirlit yfir bruna síðasta árs. Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir það helsta sem gerðist á árinu, skoðar tjónatölur og ber saman við síðustu ár.
• Bruninn í Eden í Hveragerði 22. júlí. Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í Eden.
• Fyrirspurnum svarað.
Enginn aðgangseyrir er að fundinum en fundarmenn kaupa sér morgunverð af hlaðborði á kr. 1.850,-
Stjórn BTÍ.
(Myndin er af mbl.is / Jón Ingi Jónsson)