Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi

Morgunfundur Brunatæknifélagsins miðvikudaginn 25. maí 2016:

Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi.

Magnús Skúlason byggingarverkfræðingur hjá Verkís mun fjalla um hönnun mannvirkja í Noregi, þ.m.t. hönnunarfasa, númerakerfi, lög og reglugerðir, byggingarleyfi, kröfur til menntunar og reynslu, kröfur til skjölunar og skipulagningar verkefna, rýni ótengdra aðila o.fl.

Davíð S. Snorrason brunahönnuður hjá Verkís fjallar um mismunandi verklag og áherslur við brunahönnun og brunavarnir, hvernig regluverkið sé öðruvísi og hvað við höfum og getum lært af samstarfi við Norðmenn.

Að lokum verða spurningar og umræður þar sem m.a. fundargestir geta miðlað af sinni reynslu.

Fundarstjóri:  Björn Ingi Sverrisson.

Fundurinn verður í fundarsal Verkís Ofanleiti 2 (Ásbyrgi) og hefst stundvíslega kl 8:15.  Húsið opnar kl 8:00.

Allir velkomnir.

Allar fréttir