Aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum

Á félagsfundi, sem var haldinn þann 16. desember 2010, var fjallað um aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum. Fundurinn var mjög fróðlegur en þar fjallaði Höskuldur Einarsson frá SHS um hvernig slökkviliðið undirbýr aðkomu að stórum byggingum og hvaða lærdóm hönnuðir og arkítektar geta dregið af reynslu þess.

Ljóst er að ýmislegt má bæta til að gera starf slökkviliðsins auðveldara og geta hönnuðir lært mikið á því að kynna sér þær ábendingar sem slökkviliðin koma með t.d. hvað varðar staðsetningu inntaksrýmis varðloka og inntaksopa fyrir úðakerfi bygginga. Að tryggja öryggi bygginga er flókið verk og ljóst að þeim mun opnari samskipti sem eru milli slökkviliðs og hönnuða þeim mun öruggari og betri byggingar fáum við.

Næst fjallaði Örvar Aðalsteinsson frá SHS um merkingar sem hann og hans fólk hafa látið búa til. Þarna er um að ræða merkingar sem tengjast t.d. flóttaleiðum, tilkynningar á fjöldatakmörkunum og merkingum sem skipta máli fyrir slökkviliðin þegar þau koma á staðinn en góðar merkingar á slökkvistað geta auðveldað starf slökkviliða mikið þegar þau koma þangað.

Allar fréttir