BRUNAÞING 2013
Ný byggingarreglugerð – ný brunavarnaákvæði
Brunatæknifélagið heldur sitt árlega brunaþing í bíósal Hotel Reykjavik Natura 3. maí nk. kl. 8:30 – 12:05. Fjallað verður almennt um helstu tíðindi nýrrar byggingarreglugerðar sem tók gildi í apríl 2013 í nokkuð breyttri mynd. Hvað hefur breyst frá reglugerðinni sem kom út í jan. 2012? Lögð er sérstök áhersla á kafla 9 í reglugerðinni sem fjallar um brunavarnir en hann hefur tekið nokkuð miklum breytingum. 6. og 7. kafli sem fjalla m.a. um innri rými og og útisvæði hafa einnig tekið nokkrum breytingum. Einnig verður fjallað um brunavarnaákvæði sænsku reglugerðarinnar og reynslu af henni.
DAGSKRÁ
Setning þingsins: Óskar Þorsteinsson formaður Brunatæknifélagsins. 8:30 – 8:40
Helstu tíðindin í nýrri byggingarreglugerð. Ingibjörg Halldórsdóttir lögfræðingur Mannvirkjastofnunar. 8:40 – 9:05
Almennt um aðferðir stjórnvalda við reglusetningu og vinna Mannvirkjastofnunar við ritun byggingarreglugerðar. Björn Karlsson forstjóri MVS. 9:05 – 9:35
Stutt kaffihlé (10 mín) 9:35 – 9:45
Sjónarmið aðalhönnuðar varðandi nýja byggingarreglugerð. Hverju breytir hún? Ásgeir Ásgeirsson arkitekt T.ark. 9:45 – 10:05
Brunavarnir í sænsku byggingarreglugerðinni. Saga – reynsla: Tomas Rantatalo brunaverkfræðingur FSD Svíþjóð: 10:05 – 10:35
Langt kaffihlé (20 mín) 10:35 – 10:55
Sjónarmið brunahönnuðar við breytingar á 9. kaflanum um brunavarnir: Böðvar Tómasson, sviðsstjóri bruna- og öryggissviðs Eflu. 10:55 – 11:25
Sjónarmið SHS varðandi nýja byggingarreglugerð með áherslu á 9. kaflann um brunavarnir. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS. 11:25 – 11:45
11:45 – 12:05 Spurningar og pallborðsumræður
Þingstjóri er Gunnar H. Kristjánsson verkfræðingur. Frítt er fyrir skuldlausa félagsmenn Brunatæknifélagsins en þinggjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 3000 sem greiðist á staðnum.
Aðalfundur BTÍ
Aðalfundur BTÍ verður haldinn strax að loknu Brunaþingi.
Hádegisverður í boði félagsins.
Dagskrá:
1.Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.Skýrsla stjórnar (Óskar Þorsteinsson, formaður).
Umræður
3. Reikningsskil (Árni Árnason, gjaldkeri)
Umræður
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns
5. Önnur mál.
6. Fundi slitið.