Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar
miðvikudaginn 29.janúar 2014 kl. 8:00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.
Fundarefnið verður: *Brunar ársins 2013*
Dagskrá:
* Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina og ræðir um athyglisverða bruna á nýliðnu ári.
* Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri Akraness og og Hvalfjarðarsveitar segir frá brunanum í húsnæði skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts.
* Umræður og fyrirspurnum svarað.
Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10:00.
Fundarstjóri: Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.
Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.
Mynd af vef ruv.is – Magnús Guðmundsson