Brunatæknifélagið hefur tekið í notkun nýja vefsíðu.
Slóðin er bti.is.
Síðan er hönnuð og sett upp í samvinnu við Emstrur vefsíðugerð, í Drupal vefumhverfi. Í Drupal kerfinu er einkar auðvelt að halda utan um gögn, fréttir og samskipti við félagsmenn. Einnig er handhægt að þróa vefumhverfið og bæta við nýjum gögnum og eiginleikum eftir þörfum.
Síðan er enn í þróun og við vonumst til að hún verði í stöðugri þróun og verði lifandi vettvangur félagsins.
Hugmynd okkar er að síðan verði vettvangur tilkynninga, frétta og skoðanaskipta félagsmanna BTÍ. Félagsmenn munu geta nálgast eldra efni, fundargerðir, myndir og fróðleik úr sögu félagsins þegar fram líða stundir.
Hægt er að sækja um aðild að félaginu á síðunni og félagar geta sjálfir flett upp í félagaskrá og uppfært upplýsingar um sig.
Við hvetjum félaga til að láta í sér heyra og koma með tillögur að efni og því sem betur má fara að þeirra mati.