Brunaþing 2014, 9. maí að Hotel Natura

Fjallað verður um brunavarnir vegna gróðurelda, farið yfir ástand brunavarna, hvernig slökkviliðin eru í stakk búin til að takast á við þá og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir þá.Þingstjóri verður Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri brunavarna Árnessýslu.Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn að loknu Brunavarnaþingi. Hádegisverður er í boði félagsins fyrir félagsmenn BTÍ.

BRUNAVARNAÞING 2014

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

DAGSKRÁ

8:00       Setning þingsins og skipun þingstjóra – Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

8:10       Landfræðilegur gagnagrunnur fyrir brunavarnir. – Björn Traustason, landfræðingur hjá Skógrækt ríkisins

8:30       Vinna stýrihóps um varnir gegn gróðurbrunum – Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu

8:50       Eldvarnir og skipulagning í gróðurlendi í Noregi og víðar – Dag Boten, slökkviliðsstjóri frá Noregi, fjallar um skipulag og reynslu m.t.t. eldvarna gagnvart gróðurbrunum

9:30       Kaffihlé

9:50       Frumvarp til laga um gróðurelda – Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

10:10     Viðbragðáætlanir í sumarhúsalöndum og öðru grónu landi. – Guðni Ingi Pálsson frá Mannvit, fjallar um verkefni sem unnið er að í Árnessýslu.

10:30     Tryggingar á sumarhúsasvæðum og í skógrækt – Karl Hjartason frá VÍS

10:50     Möguleikar á vatnstöku með borunum – Guðmundur Karl Guðjónsson, tæknifræðingur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða

11:10     Kaffihlé

11:30     Sjónarmið sumarhúsaeigenda gagnvart gróðureldum og skipulagi – Sveinn Guðmundsson frá Landsambandi sumarhúsaeigenda

11:50     Sjónarmið sveitarstjórnamanna gagnavart gróðureldum og skipulagi – Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu

12:10     Pallborðsumræður.

12:30     Brunaþingi slitið

————————–

 

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn að loknu Brunavarnaþingi. Hádegisverður er í boði félagsins fyrir félagsmenn BTÍ.

Allar fréttir