Brunatæknifélag Íslands boðar til heimsóknar í olíubirgðastöðina í Örfirisey.
Ferðin er áætluð miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 16.00. Mæting við aðalhlið birgðastöðvarinnar.
Dagskrá heimsóknarinnar er á þá leið að Gestur Guðjónsson hjá Olíudreifingu mun taka á móti okkur og fræða okkur um öryggismál birgðastöðvarinnar, þá mun Örvar Aðalsteinsson hjá forvarnarsviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segja okkur frá aðkomu forvarnarsviðsins að birgðastöðinni. Að lokum mun Gestur sýna okkur hluta af öryggisbúnaði á staðnum. Áætlað er að heimsókninni ljúki um 17.30.
Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að senda svar á info@bti.is í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 19. mars.