Brunavarnarþing 2010 og aðalfundur BTÍ

Þann 16. apríl 2010 var haldið Brunavarnarþing 2010 og í framhaldi af því aðalfundur BTÍ.

Þema Brunavarnarþings var burðarvirki og brunavarnir þar sem fjallað var um brunahönnun burðarvirkja frá ýmsum sjónarhornum eins og t.d. reglugerðurm varðandi þau, öryggi slökkviliðsmanna í háhýsum, brunhönnun og rannsóknir á burðarvirkjum eftir bruna. Eftir þingið var síðan aðalfundur BTÍ haldinn.

Þar urðu þær breytingar að Gunnar H. Kristjánsson gekk úr stjórn og inn kom Kristján Vilhelm Rúriksson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun. Gunnari eru færðar þakkir fyrir mjög vel unnin störf á undanförnum árum í þágu félagssins.

Allar fréttir