Brunavarnaþing 2011 verður miðvikudaginn fyrir páska, 20. apríl á Hótel Loftleiðum kl. 9-12.
Þingið fjallar að þessu sinni um nýju mannvirkjalögin sem samþykkt voru um síðustu áramót og áhrif þeirra á umhverfi brunavarna og bygginarmála. Fyrirlesarar verða frá hinni nýju Mannvirkjastofnun og fulltrúar atvinnulífs og eftirlitsaðila.
Þingstjóri er Kristján Vilhelm Rúriksson, ritari BTÍ og verkfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.
Strax að loknu þinginu verður aðalfundur Brunatæknifélagsins haldinn á Hótel Loftleiðum yfir hádegisverði í boði félagsins.