Brunavarnaþing 2012, 27. apríl á Hótel Natura

Brunavarnaþing 2012

föstudaginn 27. apríl í Hótel Natura (Loftleiðahótel):

Yfirskrift þingsins er 

BYGGINGARARFLEIFÐIN-BRUNAVARNIR

Fjallað verður um brunavarnir í gömlum byggingum og þau vandamál sem upp geta komið þegar verið er að endurnýja og lagfæra gömul hús, sérstaklega þegar varðveislugildi og öryggismál rekast á.

Þingstjóri verður Magnús Skúlason arkitekt.

Dagskrá

08:00 Innritun og móttaka gesta.

08:30 Setning þingsins og skipun þingstjóra.

  1. Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar mun fjalla um íslenskt laga- og reglugerðarumhverfi í þessum málaflokki.
  2. Steve Emery Ráðgjafi í brunavörnum hjá English Heritage frá Englandi. Mun fjalla m.a. um ensk lög og reglur og aðferðir sem notaðar eru þar í landi við varvðeislu gamalla og verðmætra húsa.
  3. Kaffihlé.
  4. Örn Baldursson arkitekt hjá Framkvæmdasýslu ríkisins mun fjalla um nýlegar lagfæringar í Miðbæjarskólanum í Reykjavík.
  5. Árni Árnason verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu mun fjalla um verkefni brunahönnuða í gömlum húsum.
  6. Pallborðsumræður

Gert er ráð fyrir að dagskránni ljúki kl. 12:30

Þinggjald er kr. 3.500 en frítt fyrir félagsmenn og styrktaraðila.

Strax að loknu þinginu verður aðalfundur Brunatæknifélags Íslands haldinn á sama stað.

Allar fréttir