Brunatæknifélagið býður til morgunfundar mánudaginn 31. október 2016 kl. 8.
Dr. Haukur Ingason heldur fyrirlestur um öryggismál í jarðgöngum.
Efni fundarins er: Rannsóknir á jarðgangabrunum í Noregi og nýjar tilraunir með sjálfvirka sprinklera í jarðgöngum.
Haukur Ingason hefur starfað við brunarannsóknir í Svíþjóð síðan 1988 og hefur í áratugi sérhæft sig við rannsóknir á brunum í jarðgöngum. Hann starfar við rannsóknarstofnun sænska ríkisins í Boras (SP) og er í hlutastarfi sem prófessor við Lundarháskóla. Haukur hefur skrifað yfir 130 vísindagreinar sem tengjast efninu og hefur starfað í ýmsum nefndum bæði á Norðurlöndum og alþjóðlega (NFPA, PIARC og ITA-COSUF). Haukur er talinn vera einn af fremstu sérfræðingum á þessu sviði í heiminum.
Nýlega hefur Haukur framkvæmt tilraunir í jarðgöngum með vatnsúðakerfi sem hafa vakið mikla athygli. Þessar tilraunir koma til með að breyta hugsunarhættinum hvað varðar sjálvirk slökkvikerfi í jarðgöngum.
Haukur hefur einnig unnið að rannsóknarverkefnum fyrir Norsku „Haverikommissionina“ og mun kynna niðurstöður frá nokkrum brunum sem hafa orðið nýlega í norskum jarðgöngum.
Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Eflu.
Stjórn Brunatæknifélagsins.