Næsti fundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 16. október 2019.
Snorri Már Arnórsson, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá Verkís mun kynna meistaraverkefni sitt sem ber heitið „Effects of system properties on auto-extinction of timber“ þar sem rannsakaður var breytileiki krítísks massataps við sjálfslokknun timburs.
Fundurinn verður í fyrirlestrasal Verkís að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Verkís.