Morgunfundur BTÍ var haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016 í fundarsal Verkís Ofanleiti 2.:
Fundarefnið var: Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi.
Magnús Skúlason byggingarverkfræðingur hjá Verkís fjallaði um hönnun mannvirkja í Noregi, þ.m.t. hönnunarfasa, númerakerfi, lög og reglugerðir, byggingarleyfi, kröfur til menntunar og reynslu, kröfur til skjölunar og skipulagningar verkefna, rýni ótengdra aðila o.fl.
Davíð S. Snorrason brunahönnuður hjá Verkís fjallaði um mismunandi verklag og áherslur við brunahönnun og brunavarnir, hvernig regluverkið sé öðruvísi og hvað við höfum og getum lært af samstarfi við Norðmenn.
Fundarstjóri: Björn Ingi Sverrisson.
Upptaka af fundinum er hér: