Morgunfundur miðvikudaginn 27.janúar 2016

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar miðvikudaginn 27.janúar 2016 kl. 8:00.

Fundurinn verður í fundarsal Verkís að Ofanleiti.

Dagskrá:

Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs.

Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá stórbrunanum í Plastiðjunni þann 23. nóvember.

Umræður og fyrirspurnir.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Verkís.

 – Ljósmynd Kristján Bergsteinsson – af vef Mbl.is – 

Allar fréttir