Morgunverðarfundur, 1. mars 2012

Brunatæknifélag Íslands boðar til morgunverðarfundar FIMMTUDAGINN 1. mars 2012.

Fundurinn verður haldinn á icelandair Hotel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) og hefst kl. 8:00 með morgunverði.

Yfirskrift fundarins er: Mjúkhús – Hamarshöllin í Hveragerði.

Fundarefni:

  • Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur hjá VSI, fer yfir brunatæknilega hönnun Hamarshallarinnar sem er fyrsta bygging sinnar tegundar á Íslandi sem borin er uppi af lofti en ekki hefðbundnu burðarvirki.
  • Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, fer yfir hönnun annarra verkfræðilegra þátta s.s. ákvörðun vindálags og stöðugleikaútreikinga, styrkleika í yfirbyggingu, hljóðvistar, lagnakerfa s.s. blásara hússins, upphitun og loftræsingu ásamt rafkerfi s.s. lýsingu og brunaviðvörunarkerfis.
  • Fyrirspurnir

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en fundarmenn kaupa sér morgunverð af hlaðborði á kr. 1.850,-

Vakin er athygli á því að fundurinn er á fimmtudag en ekki miðvikudag.

Stjórn BTÍ.

Allar fréttir