Morgunverðarfundur, 14. nóvember kl. 8.00

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: Eigið eldvarnareftirlit í fyrirtækjum og stofnunum. Staða málaflokksins, framtíðarhorfur og reynsla notenda.

Samkvæmt lögum og reglugerðum eiga forráðamenn fyrirtækja og stofnana að stunda eigið eldvarnareftirlit í þeim mannvirkjum sem þeir bera ábyrgð á.

Afar rólega hefur gengið að koma þessu mikilvæga máli á koppinn víðast hvar. Á þessum fundi verður leitast við að skoða stöðu þessara mála eins og þau líta út í dag og framtíðarhorfur.

Dagskrá fundarins:

  • Garðar Guðjónsson fulltrúi Eldvarnarbandalagsins segir frá fyrirætlunum þess og framtíðaráformum. Eldvarnarbandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir og samanstendur af ýmsum hagsmunaaðilum þ.á.m. Mannvirkjastofnun SHS og öllum helstu tryggingafélögum landsins.
  • Örvar Aðalsteinsson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir frá starfi SHS í málaflokknum.
  • Lúðvík B. Ögmundsson öryggisstjóri Landsnets segir frá reynslu þeirra af eigin eldvarnareftirliti
  • Vilhjálmur Pálmason deildarstjóri hjá Háskóla Íslands segir frá þeirra reynslu.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.

Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

Stjórn Brunatæknifélags Íslands.

Allar fréttir