Nýjungar í slökkvikerfum í Evrópu

Brunatæknifélag íslands boðar til morgunverðarfundar um úðakerfi á Hótel Natura (Loftleiðum) þriðjudaginn 7. janúar 2014 kl. 8.

Í fundinum verður fjallað um það sem er nýjast að gerast í málefnum slökkvikerfa í Evrópu og m.a. komið inn á eftirfarandi efni:

– Þróun úðakerfa og þokukerfa og mismunandi notkun þeirra

– Möguleikar á að steypa röralagnir fyrir kerfin inn í steinsteypu, hvernig rör eru leyfð, samsetningar, lega lagna og frágangur

– Notkun plaströra í úðakerfi; gerðir, í hvaða áhættuflokkum má nota þau, varðar eða óvarðar lagnir

– Úðakerfi í íbúðum á hjúkrunarheimilum og slíkum stöðum

– Úðakerfi eða gaskerfi í viðkvæmum tæknirýmum t.d. tölvurýmum

Fyrirlesarar eru John Erik Homli og Nick Groos frá Viking Sprinkler í Evrópu. Þeir hafa báðir áratuga reynslu á þessu sviði og þekkja vel þá þróun sem er varðandi notkun kerfa og allan tæknibúnað í þau.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum, en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

Stjórn Brunatæknifélags Íslands.

Allar fréttir