Farið verður í skoðunarferð í Búrfellsvirkjun fimmtudaginn 30. mars 2017 og skoðaðar framkvæmdir við Búrfell 2. Á heimleiðinni verður slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu heimsótt og aðstæður þar skoðaðar auk þess sem gestum verða kynntar nýja hitamyndavélar sem slökkviliðið er með.
Ferðafyrirkomulag:
Lagt af stað með rútu frá Húsgagnahöllinni kl. 15:00.
17:00 – Komið í Búrfell 2 og framkvæmdir skoðaðar.
19:15 – Brunavarnir Árnessýslu skoðaðar
20:30 – Kvöldmatur á austurlenska veitingastaðnum Menam – Hver og einn greiðir fyrir sig.
Áætluð heimkoma er um kl. 22:00 um kvöldið.
Ekkert kostar í ferðina fyrir skuldlausa félagsmenn.
Óskað er eftir skráningum í síðasta lagi fyrir hádegi 28. mars á mailto:info@bti.is
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Stjórn BTÍ