Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 8:00.
Fundurinn verður í fundarsal Mannvits að Urðarhvarfi 6.
Dagskrá:
Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs.
Jón Friðrik Jóhannsson, deildarstjóri á aðgerðarsviði SHS segir frá Hringrásarbrunum. Almargir brunar hafa orðið á athafnasvæði Hringrásar á undanförnum árum, síðast nú í nóvember, en flestir muna eftir stóra Hringrásarbrunanum 2004. Jón Friðrik lýsir aðgerðum slökkviliðsins í brunanum 2011 og ræðir afstöðu slökkviliðsins til þessara mála.
Guðni I. Pálsson verkfræðingur hjá Mannviti segir frá áhættugreiningum á starfsemi Hringrásar.
Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Mannvits.
————————————————-
Ljósmynd Júlíus Sigurjónsson – Af vef mbl.is. Bruni í Hringrás 12.7.2011