Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar
– fimmtudaginn 28. nóvember 2013 kl. 8:00
– á Icelandair Hotel Reykjavik Natura – Víkingasal 5.
Fundarefnið verður:
Bruni í skipum – Frásögn af reynslu SHS við brunann í Fernöndu þann 1. nóvember 2013
Skipsbrunar hafa verið óvenjulega tíðir á árinu 2013. Þess vegna er við hæfi að fjalla aðeins um þá.
Dagskrá fundarins:
- Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri mun fjalla um aðgerðir SHS þegar skipið Fernanda var dregið til hafnar í Hafnarfirði og baráttuna við eldinn í því.
- Umræður og fyrirspurnum svarað.
Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10:00.
Fundarstjóri er Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.
Enginn aðgangseyrir er að fundinum, en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.
Stjórn Brunatæknifélags Íslands.
(Ljósmynd af vef mbl.is, Júlíus Sigurjónsson)