Brunatæknifélagið efnir til morgunverðarfundar

– fimmtudaginn 28. nóvember 2013 kl. 8:00

– á Icelandair Hotel Reykjavik Natura – Víkingasal 5.

Efni fundarins er: *Bruni í skipum – Frásögn af reynslu SHS við brunann í Fernöndu þann 1. nóvember 2013*

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir frá slökkvistarfinu.

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar

– fimmtudaginn 28. nóvember 2013 kl. 8:00

– á Icelandair Hotel Reykjavik Natura – Víkingasal 5.

Fundarefnið verður:

Bruni í skipum – Frásögn af reynslu SHS við brunann í Fernöndu þann 1. nóvember 2013

 

Skipsbrunar hafa verið óvenjulega tíðir á árinu 2013. Þess vegna er við hæfi að fjalla aðeins um þá.

Dagskrá fundarins:

  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri mun fjalla um aðgerðir SHS þegar skipið Fernanda var dregið til hafnar í Hafnarfirði og baráttuna við eldinn í því.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10:00.

Fundarstjóri er Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum, en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

Stjórn Brunatæknifélags Íslands.

(Ljósmynd af vef mbl.is, Júlíus Sigurjónsson)

Fyrir hönd stjórnar BTÍ þá vil ég fara stuttlega yfir starf BTÍ á þessu starfsári og kynna það sem er framundan hjá BTÍ.

Í haust kom stjórn BTÍ saman og skipti með sér verkum. Er hún skipuð eftirfarandi aðilum:

Fyrir hönd stjórnar BTÍ þá vil ég fara stuttlega yfir starf BTÍ á þessu starfsári og kynna það sem er framundan hjá BTÍ.

Í haust kom stjórn BTÍ saman og skipti með sér verkum. Er hún skipuð eftirfarandi aðilum:

 

Árni Árnason, gjaldkeri

Ástvaldur Eiríksson, meðstjórnandi

Kristján Vilhelm Rúriksson, formaður

Óskar Þorsteinsson, meðstjórnandi

Pétur Pétursson, ritari

 

Stjórnin hefur staðið fyrir 3 atburðum sem eru:

Skoðunar- og fræðsluferð til Hveragerðis í október til að skoða Hamarshöllina sem hefur þá sérstöðu að uppblásið hús með burðarvirki úr lofti. Ferðin var vel heppnuð og var gaman að hlusta á kynningu um húsið sem og að skoða það.

Í nóvember var síðan morgunverðarfundur um skipsbruna en þar kom Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá SHS, og kynnti slökkvistarf og annað því tengdu þegar slökkviliðsmenn SHS tóku þátt í slökkistarfi á skipinu Fernöndu. Var sá fundur vel sóttur enda umræðuefnið mjög áhugavert vegna tíðra skipsbruna á síðasta ári

Í byrjun janúar var morgunverðarfundur með fyrirlesurum frá Viking Sprinkler í Evrópu þar sem farið var yfir nýjungar í úðakerfum og þá umgjörð sem hönnuðir þurfa að vinna í. Tókst fundurinn mjög vel og var mjög vel sóttur.

 

Dagskrá ársins er eftirfarandi:

29. janúar Morgunverðarfundur fundarefni: Brunar ársins

26. febrúar Morgunverðarfundur fundarefni: Óákveðið

26. mars Morgunverðarfundur fundarefni: Óákveðið

9. maí Brunaþing/Aðalfundur:

 

Það er von stjórnar að félagar muni halda áfram sækja morgunarverðarfundina af sama krafti og áður enda eru þeir kjarninn í okkar starfi.

 

Formaður BTÍ

Kristján Vilhelm Rúriksson

Morgunvfundur BTÍ verður í sal Verkís að Ofanleiti 2, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 8:00-10:00.

Kjeld Østergaard frá Vetrotech verður hér á vegum Íspan og heldur fyrirlestur um eldvarnargler.

Morgunfundur BTÍ verður í sal Verkís að Ofanleiti 2, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 8:00-10:00.

Kjeld Østergaard frá Vetrotech verður hér á vegum Íspan og heldur fyrirlestur fyrir Brunatæknifélagið um eldvarnargler og fleira tengt því.

Dagskráin er á þessa leið:

  • Vetrotech
  • Fire Resistant Glass
  • No smoke – no risk – no panic
  • Rules EN-norms
  • System partners
  • Vetrotech Protect Glass
  • Attack
  • Bullet
  • Blast

Kaffi er í boði Verkíss.

Þátttaka er ókeypis og öllum opin.

 

 

Myndin er af vef Vetrotech.com

Brunatæknifélagið efnir til kynningar á brunahönnun nýbyggingar Ölgerðarinnar og síðan verður farið í skoðunarferð um bygginguna. Ef til vill verður svo gerð smá gæðakönnun á framleiðslunni.

Böðvar Tómasson hjá Eflu sá um brunahönnun byggingarinnar og mun hann stjórna kynningunni.

Brunatæknifélagið efnir til kynningar á brunahönnun nýbyggingar Ölgerðarinnar og síðan verður farið í skoðunarferð um bygginguna. Ef til vill verður svo gerð smá gæðakönnun á framleiðslunni.

Böðvar Tómasson hjá Eflu sá um brunahönnun byggingarinnar og mun hann stjórna kynningunni.

Í tilefni þess að Brunatæknifélag Íslands varð 20 ára á dögunum er ráðgert að gera sér dagamun 9. júní næstkomandi.
Fyrirhugað er að hefja dagskrá kl 16:00 við Sundahöfn.  Þar er stigið upp í rútu sem mun aka með okkur milli merkra staða í sögu brunamála á höfuðborgarsvæðinu, um leið og við hlýðum á fyrirlestra og horfum á glærur.
Að rútuferð lokinni verður stigið um borð í Viðeyjarferju sem ferjar okkur út í Viðey, en þar munum við njóta hátíðarkvöldverðar og hátíðardagskrár. Þess má geta að félagið var stofnað í Viðey fyrir rúmlega 20 árum.

Í tilefni þess að Brunatæknifélag Íslands varð 20 ára á dögunum er ráðgert að gera sér dagamun 9. júní næstkomandi.

Fyrirhugað er að hefja dagskrá kl 16:00 við Sundahöfn. Þar er stigið upp í rútu sem mun aka með okkur milli merkra staða í sögu brunamála á höfuðborgarsvæðinu, um leið og við hlýðum á fyrirlestra og horfum á glærur.

Að rútuferð lokinni verður stigið um borð í Viðeyjarferju sem ferjar okkur út í Viðey, en þar munum við njóta hátíðarkvöldverðar og hátíðardagskrár. Þess má geta að félagið var stofnað í Viðey fyrir rúmlega 20 árum.

BTÍ mun niðurgreiða aðgangseyri rausnalega og verður hann því aðeins kr 5.000,- á mannin. Innifalið er rútuferð, Viðeyjarferjan (fram og til baka J) og kvöldverður.

Til að þetta geti gengið upp þurfum við lágmarksfjölda þátttakenda. Því biðjum við þau sem ætla að taka þátt að láta okkur vita á póstfang mailto:bis@verkis.is.is fyrir kl 12:00 mánudaginn 6. júní n.k.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.