Í tilefni þess að Brunatæknifélag Íslands varð 20 ára á dögunum er ráðgert að gera sér dagamun 9. júní næstkomandi.
Fyrirhugað er að hefja dagskrá kl 16:00 við Sundahöfn.  Þar er stigið upp í rútu sem mun aka með okkur milli merkra staða í sögu brunamála á höfuðborgarsvæðinu, um leið og við hlýðum á fyrirlestra og horfum á glærur.
Að rútuferð lokinni verður stigið um borð í Viðeyjarferju sem ferjar okkur út í Viðey, en þar munum við njóta hátíðarkvöldverðar og hátíðardagskrár. Þess má geta að félagið var stofnað í Viðey fyrir rúmlega 20 árum.

Í tilefni þess að Brunatæknifélag Íslands varð 20 ára á dögunum er ráðgert að gera sér dagamun 9. júní næstkomandi.

Fyrirhugað er að hefja dagskrá kl 16:00 við Sundahöfn. Þar er stigið upp í rútu sem mun aka með okkur milli merkra staða í sögu brunamála á höfuðborgarsvæðinu, um leið og við hlýðum á fyrirlestra og horfum á glærur.

Að rútuferð lokinni verður stigið um borð í Viðeyjarferju sem ferjar okkur út í Viðey, en þar munum við njóta hátíðarkvöldverðar og hátíðardagskrár. Þess má geta að félagið var stofnað í Viðey fyrir rúmlega 20 árum.

BTÍ mun niðurgreiða aðgangseyri rausnalega og verður hann því aðeins kr 5.000,- á mannin. Innifalið er rútuferð, Viðeyjarferjan (fram og til baka J) og kvöldverður.

Til að þetta geti gengið upp þurfum við lágmarksfjölda þátttakenda. Því biðjum við þau sem ætla að taka þátt að láta okkur vita á póstfang mailto:bis@verkis.is.is fyrir kl 12:00 mánudaginn 6. júní n.k.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Allar fréttir