Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 30. janúar 2013 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.
Fundarefnið verður: Brunar ársins 2012, Gróðureldar og Set.
Dagskrá:
- Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræði um brunatjón og segir frá nokkrum athyglisverðum brunum á nýliðnu ári.
- Kristján Einarsson slökkvilðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í plastverksmiðjunni Seti og fjallar um gróðurelda.
- Umræður og fyrirspurnum svarað.
Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.
Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.
Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.
———————————————————————————————
Myndin er af gróðureldunum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar. Mynd/Anton – af Visir.is