Dr. Haukur Ingason um öryggismál í jarðgöngum

Brunatæknifélagið býður til morgunfundar mánudaginn 31. október 2016 kl. 8.

Dr. Haukur Ingason heldur fyrirlestur um öryggismál í jarðgöngum.

Efni fundarins er: Rannsóknir á jarðgangabrunum í Noregi og nýjar tilraunir með sjálfvirka sprinklera í jarðgöngum.

 

Haukur Ingason hefur starfað við brunarannsóknir í Svíþjóð síðan 1988 og hefur í áratugi sérhæft sig við rannsóknir á brunum í jarðgöngum. Hann starfar við rannsóknarstofnun sænska ríkisins í Boras (SP) og er í hlutastarfi sem prófessor við Lundarháskóla. Haukur hefur skrifað yfir 130 vísindagreinar sem tengjast efninu og hefur starfað í ýmsum nefndum bæði á Norðurlöndum og alþjóðlega (NFPA, PIARC og ITA-COSUF). Haukur er talinn vera einn af fremstu sérfræðingum á þessu sviði í heiminum.

Nýlega hefur Haukur framkvæmt tilraunir í jarðgöngum með vatnsúðakerfi sem hafa vakið mikla athygli. Þessar tilraunir koma til með að breyta hugsunarhættinum hvað varðar sjálvirk slökkvikerfi í jarðgöngum.

Haukur hefur einnig unnið að rannsóknarverkefnum fyrir Norsku „Haverikommissionina“ og mun kynna niðurstöður frá nokkrum brunum sem hafa orðið nýlega í norskum jarðgöngum. 

 

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Eflu.

Stjórn Brunatæknifélagsins.

Morgunverðarfundur, fimmtudaginn 30. október

Fyrsti morgunverðarfundur vetrarins verður fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 8 á Hótel Natura.

Efni fundarins er kynning á skipulagningu á Evrópumóti í fimleikum sem nýlega var haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Georges Guigay, starfsmaður verkfræðistofunnar Verkís sá um hönnun og skipulagsbreytingar sem gera þurfti á Laugardalshöllinni til þess að af mótinu gæti orðið. Georges heldur kynningu á þessari hönnunar- og skipulagsvinnu og segir frá hvernig til tókst. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Fundurinn er öllum opinn. Ekki er aðgangseyrir að fundinum en gert er ráð fyrir að fundargestir kaupi sér morgunverð af hlaðborði hótelsins.

—–

Mynd með fréttinni er af vef mbl.is

Morgunverðarfundur BTÍ í sal Eflu

Morgunverðarfundur BTÍ verður í sal EfluHöfðabakka 9 miðvikudaginn 22.apríl kl. 8.15.

Sean Ritchie er framkvæmdastjóri Fire Security Systems sem framleiðir og selur vörur til forvirkra brunavarna.

Sean er verkfræðingur og hefur starfað að forvirkum brunavörnum á annan áratug og veitt ráðgjöf og þjónustu til stórra viðskiptavina um allan heim auk þess að eiga gott samstarf við tryggingafélög og vottunaraðila.

Sean mun fjalla um arðbærni fyrirbyggjandi brunavarna og hvernig hægt er að ná þessum ávinningi með skilgreindum efnum, aðferðum og samskiptum.

Sean mun leggja sérstaka áherslu á lausnir sem snúa að vörnum á köplum og reynslu Fire Security af kapalvörnum í orkuvirkjum, stóriðju, olíuiðnaði og í stærri skipum.

Kapalvarnir geta haft veruleg áhrif á áhættumat tryggingafélaga en erlend tryggingafélög gera mörg hver kröfu um brunavarnir kapla þegar bjóða á rekstrar rekstrartryggingar. Sean mun fara yfir dæmi um bæði varnir, bruna og áhrif brunavarna á leiðni kapla og rekstrarvirkni kapla við bruna og þar með öryggi mannvirkja.

 

Eldhugar ehf eru samstarfsaðilar Fire Security Systems á Íslandi og kemur hann til Íslands í boði fyrirtækisins.

 

Fyrirlesturinn verður á ensku og heitir á frummálinu „The Feasibility of Preventive Fire Protection and how to get the reward“ og hefst kl. 8.15.

——————————————–

Rjúkandi morgunbrauð verður í boði Eldhuga frá kl. 8.00. Kaffið í boði Eflu.

 

Brunaþing 2015 á Hótel Natura

Brunaþing 2015 verður haldið föstudaginn 8. maí á Hótel Natura.

Þema þingsins er brunarannsóknir í víðu samhengi.

Dagskrá:

08:00  Mæting og skráning

08:30  Setning og kynning efnis

08:40  Guðmundur Gunnarsson yfirverkfr.: Aðkoma Mannvirkjastofnunar að brunarannsóknum

09:00  Sigurður Ingi Geirsson, Sjóvá: Aðkoma tryggingafélags að brunatjóni

09:20  Dr. Rory Hadden, fyrirlesari frá BRE Centre for Fire Safety Engineering, University of Edinburgh

10:05  Kaffi

10:30  Lúðvík Eiðsson, tæknideild Lögreglunnar: Brunarannsóknir á Íslandi

10:50  Dr. Jim Lygate, IFIC Forensics, Glasgow  (Fyrirlestur Jims verður fluttur um fjarfundarbúnað)

11:35  Pallborðsumræður og spurningar

12:00 Þingi slitið.

Þingstjóri er Anna Málfríður Jónsdóttir verkfræðingur hjá VSI.

Þingið er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 3000 en frítt fyrir félagsmenn og styrktaraðila.

Ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram.

——–

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Morgunverðarfundur BTÍ

Morgunverðarfundur BTÍ var 22. apríl 2015 á Eflu verkfræðistofu.

Fundarefnið var „The Feasibility of Preventive Fire Protection and how to get the reward“

Sean Ritchie framkvæmdastjóri Fire Security Systems flutti kynningu á vegum Eldhuga ehf.

Nánari upplýsingar og kynningarefni af fundinum er að finna á heimasíðu Eldhuga ehf:

http://eldhugar.is/godur-gestur-hja-brunataeknifelaginu-3/

Upptaka af fundinum er hér: 

Hluti 4:

Hluti 5: