Aðalfundur 2011 haldinn 20. apríl að loknu Brunavarnaþingi

Næsti morgunfundur verður miðvikudaginn 21. nóvember 2018.

Fundarefni: Kynning á nýjum fagstjóra eldvarnasviðs Mannvirkjastofunar

Davíð S. Snorrason, nýr fagstjóri eldvarnasviðs Mannvirkjastofnunar mun kynna sig og fara yfir nokkur mál sem tengjast eldvörnum og hönnun þeirra.

Fundurinn verður í fundarsal Lotu, verkfræðistofu, Guðríðarstíg 2-4,

113 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Lotu. 

———

Myndin er fengin að láni af skátamál.is

Aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum

Á félagsfundi, sem var haldinn þann 16. desember 2010, var fjallað um aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum. Fundurinn var mjög fróðlegur en þar fjallaði Höskuldur Einarsson frá SHS um hvernig slökkviliðið undirbýr aðkomu að stórum byggingum og hvaða lærdóm hönnuðir og arkítektar geta dregið af reynslu þess.

Ljóst er að ýmislegt má bæta til að gera starf slökkviliðsins auðveldara og geta hönnuðir lært mikið á því að kynna sér þær ábendingar sem slökkviliðin koma með t.d. hvað varðar staðsetningu inntaksrýmis varðloka og inntaksopa fyrir úðakerfi bygginga. Að tryggja öryggi bygginga er flókið verk og ljóst að þeim mun opnari samskipti sem eru milli slökkviliðs og hönnuða þeim mun öruggari og betri byggingar fáum við.

Næst fjallaði Örvar Aðalsteinsson frá SHS um merkingar sem hann og hans fólk hafa látið búa til. Þarna er um að ræða merkingar sem tengjast t.d. flóttaleiðum, tilkynningar á fjöldatakmörkunum og merkingum sem skipta máli fyrir slökkviliðin þegar þau koma á staðinn en góðar merkingar á slökkvistað geta auðveldað starf slökkviliða mikið þegar þau koma þangað.

Morgunverðarfundur BTÍ

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 30. janúar 2013 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: Brunar ársins 2012, Gróðureldar og Set.

Dagskrá:

  • Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræði um brunatjón og segir frá nokkrum athyglisverðum brunum á nýliðnu ári.
  • Kristján Einarsson slökkvilðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í plastverksmiðjunni Seti og fjallar um gróðurelda.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.

Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

———————————————————————————————

Myndin er af gróðureldunum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar. Mynd/Anton – af Visir.is

http://www.visir.is/faest-sveitarfelog-hafa-utbuid-vidbragdsaaetlun-vid-grodureldum/article/2012120929022

http://www.visir.is/tugmilljona-tjon-i-sudavik—kostar-hvern-ibua-um-100-thusund/article/2012120929162

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=177356

Brunatæknifélagið boðar til heimsóknar í olíubirgðastöðina í Örfirisey

Brunatæknifélag Íslands boðar til heimsóknar í olíubirgðastöðina í Örfirisey.

Ferðin er áætluð miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 16.00. Mæting við aðalhlið birgðastöðvarinnar.

Dagskrá heimsóknarinnar er á þá leið að Gestur Guðjónsson hjá Olíudreifingu mun taka á móti okkur og fræða okkur um öryggismál birgðastöðvarinnar, þá mun Örvar Aðalsteinsson hjá forvarnarsviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segja okkur frá aðkomu forvarnarsviðsins að birgðastöðinni. Að lokum mun Gestur sýna okkur hluta af öryggisbúnaði á staðnum. Áætlað er að heimsókninni ljúki um 17.30.

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að senda svar á info@bti.is í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 19. mars.

Morgunverðarfundur, fimmtudaginn 30. október

Fyrsti morgunverðarfundur vetrarins verður fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 8 á Hótel Natura.

Efni fundarins er kynning á skipulagningu á Evrópumóti í fimleikum sem nýlega var haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Georges Guigay, starfsmaður verkfræðistofunnar Verkís sá um hönnun og skipulagsbreytingar sem gera þurfti á Laugardalshöllinni til þess að af mótinu gæti orðið. Georges heldur kynningu á þessari hönnunar- og skipulagsvinnu og segir frá hvernig til tókst. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Fundurinn er öllum opinn. Ekki er aðgangseyrir að fundinum en gert er ráð fyrir að fundargestir kaupi sér morgunverð af hlaðborði hótelsins.

—–

Mynd með fréttinni er af vef mbl.is

Morgunverðarfundur BTÍ í sal Eflu

Morgunverðarfundur BTÍ verður í sal EfluHöfðabakka 9 miðvikudaginn 22.apríl kl. 8.15.

Sean Ritchie er framkvæmdastjóri Fire Security Systems sem framleiðir og selur vörur til forvirkra brunavarna.

Sean er verkfræðingur og hefur starfað að forvirkum brunavörnum á annan áratug og veitt ráðgjöf og þjónustu til stórra viðskiptavina um allan heim auk þess að eiga gott samstarf við tryggingafélög og vottunaraðila.

Sean mun fjalla um arðbærni fyrirbyggjandi brunavarna og hvernig hægt er að ná þessum ávinningi með skilgreindum efnum, aðferðum og samskiptum.

Sean mun leggja sérstaka áherslu á lausnir sem snúa að vörnum á köplum og reynslu Fire Security af kapalvörnum í orkuvirkjum, stóriðju, olíuiðnaði og í stærri skipum.

Kapalvarnir geta haft veruleg áhrif á áhættumat tryggingafélaga en erlend tryggingafélög gera mörg hver kröfu um brunavarnir kapla þegar bjóða á rekstrar rekstrartryggingar. Sean mun fara yfir dæmi um bæði varnir, bruna og áhrif brunavarna á leiðni kapla og rekstrarvirkni kapla við bruna og þar með öryggi mannvirkja.

 

Eldhugar ehf eru samstarfsaðilar Fire Security Systems á Íslandi og kemur hann til Íslands í boði fyrirtækisins.

 

Fyrirlesturinn verður á ensku og heitir á frummálinu „The Feasibility of Preventive Fire Protection and how to get the reward“ og hefst kl. 8.15.

——————————————–

Rjúkandi morgunbrauð verður í boði Eldhuga frá kl. 8.00. Kaffið í boði Eflu.

 

Brunaþing 2015 á Hótel Natura

Brunaþing 2015 verður haldið föstudaginn 8. maí á Hótel Natura.

Þema þingsins er brunarannsóknir í víðu samhengi.

Dagskrá:

08:00  Mæting og skráning

08:30  Setning og kynning efnis

08:40  Guðmundur Gunnarsson yfirverkfr.: Aðkoma Mannvirkjastofnunar að brunarannsóknum

09:00  Sigurður Ingi Geirsson, Sjóvá: Aðkoma tryggingafélags að brunatjóni

09:20  Dr. Rory Hadden, fyrirlesari frá BRE Centre for Fire Safety Engineering, University of Edinburgh

10:05  Kaffi

10:30  Lúðvík Eiðsson, tæknideild Lögreglunnar: Brunarannsóknir á Íslandi

10:50  Dr. Jim Lygate, IFIC Forensics, Glasgow  (Fyrirlestur Jims verður fluttur um fjarfundarbúnað)

11:35  Pallborðsumræður og spurningar

12:00 Þingi slitið.

Þingstjóri er Anna Málfríður Jónsdóttir verkfræðingur hjá VSI.

Þingið er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 3000 en frítt fyrir félagsmenn og styrktaraðila.

Ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram.

——–

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Morgunverðarfundur BTÍ

Morgunverðarfundur BTÍ var 22. apríl 2015 á Eflu verkfræðistofu.

Fundarefnið var „The Feasibility of Preventive Fire Protection and how to get the reward“

Sean Ritchie framkvæmdastjóri Fire Security Systems flutti kynningu á vegum Eldhuga ehf.

Nánari upplýsingar og kynningarefni af fundinum er að finna á heimasíðu Eldhuga ehf:

http://eldhugar.is/godur-gestur-hja-brunataeknifelaginu-3/

Upptaka af fundinum er hér: 

Hluti 4:

Hluti 5: