Brunaþing 2019 verður haldið föstudaginn 10. maí á Hótel Natura

Brunaþing 2019 verður haldið föstudaginn 10. maí á Hótel Natura, að þessu sinni í samstarfi Brunatæknifélagsins og Lagnafélagsins.

Þema þingsins er Lagnaefni – Hönnun og brunavarnir.
Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn Brunatæknifélagsins og félagsmenn Lagnafélags Íslands.
————

Dagskrá er eftirfarandi:

8:30      Setning og skipun þingstjóra. Kristján Rúriksson formaður BTÍ.
8:40      Fyrirlesari frá Trox Auranor, sem er framleiðandi lagnaefnis, kynnir nýjungar á sviði lagnaefna og tækni tengda þeim.
9:40      Kröfur sem gerðar eru til efna í lagnir og loftræsikerfi í dag og nauðsynlegar breytingar framundan. Davíð S. Snorrason verkfræðingur, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun.
10:10    Kaffihlé.
10:30    Hönnun og efnisval loftræsikerfa. Brynjar Örn Árnason verkfræðingur á EFLU verkfræðistofu.
11:10    Brunatæknileg hönnun loftræsikerfa. Elvar Ingi Jóhannesson og Árni Árnason, verkfræðingar á EFLU.
11:40    Pallborðsumræður og spurningar.
12:00    Brunaþingi slitið.
——–
Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu.
Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Brunatæknifélagið hefur tekið í notkun nýja vefsíðu

Brunatæknifélagið hefur tekið í notkun nýja vefsíðu.
Slóðin er bti.is.
Síðan er hönnuð og sett upp í samvinnu við Emstrur vefsíðugerð, í Drupal vefumhverfi. Í Drupal kerfinu er einkar auðvelt að halda utan um gögn, fréttir og samskipti við félagsmenn. Einnig er handhægt að þróa vefumhverfið og bæta við nýjum gögnum og eiginleikum eftir þörfum.
Síðan er enn í þróun og við vonumst til að hún verði í stöðugri þróun og verði lifandi vettvangur félagsins.

Hugmynd okkar er að síðan verði vettvangur tilkynninga, frétta og skoðanaskipta félagsmanna BTÍ. Félagsmenn munu geta nálgast eldra efni, fundargerðir, myndir og fróðleik úr sögu félagsins þegar fram líða stundir.
Hægt er að sækja um aðild að félaginu á síðunni og félagar geta sjálfir flett upp í félagaskrá og uppfært upplýsingar um sig.
Við hvetjum félaga til að láta í sér heyra og koma með tillögur að efni og því sem betur má fara að þeirra mati.

Morgunfundur BTÍ var haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016

Morgunfundur BTÍ var haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016  í fundarsal Verkís Ofanleiti 2.:

Fundarefnið var: Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi.

Magnús Skúlason byggingarverkfræðingur hjá Verkís fjallaði um hönnun mannvirkja í Noregi, þ.m.t. hönnunarfasa, númerakerfi, lög og reglugerðir, byggingarleyfi, kröfur til menntunar og reynslu, kröfur til skjölunar og skipulagningar verkefna, rýni ótengdra aðila o.fl.

Davíð S. Snorrason brunahönnuður hjá Verkís fjallaði um mismunandi verklag og áherslur við brunahönnun og brunavarnir, hvernig regluverkið sé öðruvísi og hvað við höfum og getum lært af samstarfi við Norðmenn.

Fundarstjóri:  Björn Ingi Sverrisson.

 

Upptaka af fundinum er hér:

Skráningarkerfi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fyrsti morgunfundur vetrarins var 6. október kl. 8:15-10:00.

Kynnt var skráningarkerfi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum og möguleg hagnýting þeirra á fleiri sviðum.

Fyrirlesarar voru Einar Bergmann Sveinsson, Ólafur Kr. Ragnarsson og Ómar Traustason frá SHS.

Þeir fjölluðu um hvernig eldvarnaeftirlitskerfið hefur verið byggt upp og hvernig verið er að bæta inn í það eftirliti með brunaviðvörunarkerfis- og vatnsúðakerfunum og hvað menn sjá fyrir sér í framtíðinni, og hvaða möguleikar eru til viðbótar. 

Fundurinn var í sal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

 

Upptaka af fundinum er hér:

SHS kynna bruna ársins

Árlegur janúarfundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2019.

Dagskrá:

Tölfræðin og athyglisverðir brunar 2018. Davíð S. Snorrason fagstjóri Eldvarnasviðs MVS og Kristján V. Rúriksson verkfræðingur frá MVS

Bruni ársins: Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðstjóri SHS og Bjarni Kjartansson sviðssjóri forvarnasviðs SHS

Fundurinn verður í fyrirlestrasal Verkís að Ofanleiti 2, 113 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Verkís.

 

Daníel Apeland frá Nordic Fire & Rescue Service og kynnir OneSeven froðukerfið

Næsti fundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2019.

Daníel Apeland  frá Nordic Fire & Rescue Service kemur og kynnir OneSeven froðukerfið sem mörg slökkvilið eru komin með í notkun og fleiri eru að fara að fá með nýjum slökkvibifreiðum.

Kynnir hann helstu kosti og slökkviaðferðir með oneseven kerfinu auk mögulegrar uppsetningu í byggingum.

Fundurinn verður í fyrirlestrasal EFLU að Lynghálsi 4, 110 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Eflu.

Brunavarnarþing 2010 og aðalfundur BTÍ

Þann 16. apríl 2010 var haldið Brunavarnarþing 2010 og í framhaldi af því aðalfundur BTÍ.

Þema Brunavarnarþings var burðarvirki og brunavarnir þar sem fjallað var um brunahönnun burðarvirkja frá ýmsum sjónarhornum eins og t.d. reglugerðurm varðandi þau, öryggi slökkviliðsmanna í háhýsum, brunhönnun og rannsóknir á burðarvirkjum eftir bruna. Eftir þingið var síðan aðalfundur BTÍ haldinn.

Þar urðu þær breytingar að Gunnar H. Kristjánsson gekk úr stjórn og inn kom Kristján Vilhelm Rúriksson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun. Gunnari eru færðar þakkir fyrir mjög vel unnin störf á undanförnum árum í þágu félagssins.

Brunavarnaþing 2011 og aðalfundur Brunatæknifélagsins

Brunavarnaþing 2011 verður miðvikudaginn fyrir páska, 20. apríl á Hótel Loftleiðum kl. 9-12.

Þingið fjallar að þessu sinni um nýju mannvirkjalögin sem samþykkt voru um síðustu áramót og áhrif þeirra á umhverfi brunavarna og bygginarmála. Fyrirlesarar verða frá hinni nýju Mannvirkjastofnun og fulltrúar atvinnulífs og eftirlitsaðila.

Þingstjóri er Kristján Vilhelm Rúriksson, ritari BTÍ og verkfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.

Strax að loknu þinginu verður aðalfundur Brunatæknifélagsins haldinn á Hótel Loftleiðum yfir hádegisverði í boði félagsins.