Fréttir

SHS kynna bruna ársins

Árlegur janúarfundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2019.

Dagskrá:

Tölfræðin og athyglisverðir brunar 2018. Davíð S. Snorrason fagstjóri Eldvarnasviðs MVS og Kristján V. Rúriksson verkfræðingur frá MVS

Bruni ársins: Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðstjóri SHS og Bjarni Kjartansson sviðssjóri forvarnasviðs SHS

Fundurinn verður í fyrirlestrasal Verkís að Ofanleiti 2, 113 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Verkís.

 

Morgunfundur BTÍ var haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016

Morgunfundur BTÍ var haldinn miðvikudaginn 25. maí 2016  í fundarsal Verkís Ofanleiti 2.:

Fundarefnið var: Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi.

Magnús Skúlason byggingarverkfræðingur hjá Verkís fjallaði um hönnun mannvirkja í Noregi, þ.m.t. hönnunarfasa, númerakerfi, lög og reglugerðir, byggingarleyfi, kröfur til menntunar og reynslu, kröfur til skjölunar og skipulagningar verkefna, rýni ótengdra aðila o.fl.

Davíð S. Snorrason brunahönnuður hjá Verkís fjallaði um mismunandi verklag og áherslur við brunahönnun og brunavarnir, hvernig regluverkið sé öðruvísi og hvað við höfum og getum lært af samstarfi við Norðmenn.

Fundarstjóri:  Björn Ingi Sverrisson.

 

Upptaka af fundinum er hér:

Árlegur janúarfundur BTÍ 2016

Árlegur janúarfundur var miðvikudaginn 27.janúar 2016 kl. 8:00.

Fundurinn var í fundarsal Verkís við Ofanleiti.

Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fór yfir tölfræðina um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs.

Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði frá stórbrunanum í Plastiðjunni þann 23. nóvember. 

Upptaka af fundinum er hér:

Brunavarnaþing 2011 og aðalfundur Brunatæknifélagsins

Brunavarnaþing 2011 verður miðvikudaginn fyrir páska, 20. apríl á Hótel Loftleiðum kl. 9-12.

Þingið fjallar að þessu sinni um nýju mannvirkjalögin sem samþykkt voru um síðustu áramót og áhrif þeirra á umhverfi brunavarna og bygginarmála. Fyrirlesarar verða frá hinni nýju Mannvirkjastofnun og fulltrúar atvinnulífs og eftirlitsaðila.

Þingstjóri er Kristján Vilhelm Rúriksson, ritari BTÍ og verkfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.

Strax að loknu þinginu verður aðalfundur Brunatæknifélagsins haldinn á Hótel Loftleiðum yfir hádegisverði í boði félagsins.

 

Brunavarnarþing 2010 og aðalfundur BTÍ

Þann 16. apríl 2010 var haldið Brunavarnarþing 2010 og í framhaldi af því aðalfundur BTÍ.

Þema Brunavarnarþings var burðarvirki og brunavarnir þar sem fjallað var um brunahönnun burðarvirkja frá ýmsum sjónarhornum eins og t.d. reglugerðurm varðandi þau, öryggi slökkviliðsmanna í háhýsum, brunhönnun og rannsóknir á burðarvirkjum eftir bruna. Eftir þingið var síðan aðalfundur BTÍ haldinn.

Þar urðu þær breytingar að Gunnar H. Kristjánsson gekk úr stjórn og inn kom Kristján Vilhelm Rúriksson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun. Gunnari eru færðar þakkir fyrir mjög vel unnin störf á undanförnum árum í þágu félagssins.

Skoðunarferð 12. apríl kl. 15

 

Brunatæknifélagið ráðgerir skoðunarferð föstudaginn 12. apríl 2013.

Dagskráin er sem hér segir:

15:00     Varðskipið Þór skoðað (mæta skal tímanlega við legustað Þórs).

17:00     Sjóminjasafnið og Óðinn skoðuð.  Gengið verður vestur að safni ef gott er veður.

18:30     Snætt á Sægreifanum:  Humarsúpan í forrétt og fiskur á spjót sem aðalréttur auk þess sem einn bjór er innifalinn.

BTÍ greiðir aðgangseyri og mat verulega niður og þarf því hver skuldlaus félagsmaður aðeins að greiða 1500 krónur.

Fullt gjald er fyrir utanfélagsmenn (en heimilt að ganga í félagið áður en farið er niður í ÞÓR)

 

Þeir sem ætla að mæta á þennan viðburð svari á info@bti.is fyrir kl 12:00 föstudaginn 5. apríl.

Athugið að fjöldinn er takmarkaður. Fyrstir koma fyrstir fá!

 

Með von um að sjá ykkur sem flest,

Brunatæknifélag Íslands.

Erling Mengshoel hjá Prevent-Systems

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar föstuudaginn 16. mars 2018 kl. 8.

Dagskrá:

Erling Mengshoel, hjá Prevent-Systems, mun kynna hvað hefur verið að gerast í Noregi undanfarin misseri á sviði vatnsþokukerfa.

Í Noregi er nú orðið algengt að box fyrir vatnsþokuúðara eru steypt inn í Filigran einingar. Síðan er PrevPex “rör í rör” tengt og lagt ofan á, og plata steypt yfir.

Þannig myndast hulin lögn fyrir vatnsþokukerfi og eru úðastútar innfelldir í loftin. Auk þess eru PrevPex rörin í steypunni útskiftanleg ef óhapp kemur upp.

Sintef hefur prófað þennan búnað og gefið út vottorð fyrir notkum  í  Insta 900 kerfum og EN 12845 kerfum (OH1 og OH2).

Þetta hentar vel í háreistum sambýlishúsum, íbúðum aldraðra, skólum, leikskólum og ýmsum öðrum byggingum.

 

– Umræður og fyrirspurnir.

 

———————–

 

Fundurinn verður í fundarsal Verkís (Ásbyrgi) að Ofanleiti 2 og hefst stundvíslega kl 8:15. Húsið opnar kl 8:00.

Fundinum lýkur um kl. 9:45.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.