Fréttir

Mannvirkjastofnun óskar athugasemda og umsagnar frá félagsmönnum BTÍ

Kæri viðtakandi

Samkvæmt 1. tölul. 5. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 annast Mannvirkjastofnun gerð leiðbeininga um nánari framkvæmd byggingarreglugerðar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila.

Með bréfi þessu vil ég tilkynna að inn á vef okkar mvs.is eru komin drög að nokkrum leiðbeiningum.  Er hagsmunaaðilum hér með gefinn kostur á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda okkur athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur.  Frá dagsetningu þessara leiðbeininga gefst einn mánuður til að bregðast við. Slóðin er :

http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingarmal/leidbeiningarblod/drog-ad-leidbeiningum-til-umsagnar/

Kristján Vilhelm Rúriksson

Mannvirkjastofnun
Iceland Construction Authority
Skúlagata 21, IS 101 Reykjavík
Tel: (+354) 591 6000, Fax: (+354) 591 6001
Kristjan@mvs.is

Morgunverðarfundur, miðvikudaginn 2. mars

Næsti morgunverðarfundur verður miðvikudaginn 2. mars 2011 og fjallar um nýjungar í brunaviðvörunarkerfum.

Fundurinn verður að Hótel Loftleiðum kl. 8-10.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn, en fundarmenn kaupa sér morgunverðarhlaðborð á kr. 1800.

Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Fundur BTÍ , miðvikudaginn 16. október 2019

Næsti fundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 16. október 2019.

Snorri Már Arnórsson, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá Verkís mun kynna meistaraverkefni sitt sem ber heitið „Effects of system properties on auto-extinction of timber“ þar sem rannsakaður var breytileiki krítísks massataps við sjálfslokknun timburs.

Fundurinn verður í fyrirlestrasal Verkís að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Verkís.

Brunatæknifélagið vill vekja athygli á námstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamann heldur námstefnuna „Á vakt fyrir Ísland 2019“ dagana 18. og 19. október á þessu ári á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þetta er í annað sinn sem námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ er haldin. Sú fyrsta var árið 2017.

Ætlunin er að námstefnan „Á vakt fyrir Íslands“ verði framvegis á tveggja ára fresti. Stefnt verður að því að fá til liðs hverju sinni sérfræðinga erlenda og innlenda með þekkingu á brýnum viðfangsefnum sem tengjast aðallega störfum og öryggismálum slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, neyðarvarða og þeirra sem að björgunarmálum og aðhlynningu sjúkra og slasaðra koma.

Markmið námstefnunnar er að efla þekkingu og færni félagsmanna í starfi. Efla og hlúa að samstarfi björgunaraðila. Efla samkennd og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila.

“Á vakt fyrir Ísland “ er einnig kjörinn vettvangur fyrir innflytjendur, sölu og þjónustuaðila sem að björgunar og öryggismálum koma að kynna þar vörur sínar og þjónustu.

Viðbragðsaðilum er lífsnauðsynleg að kynnast nýjungum sem auka þekkingu þeirra og hæfni. Þannig verða þeir betur í stakk búnir til þess að takast á við þau krefjandi verkefni sem fyrr eða síðar munu þarfnast úrlausnar. Mikill metnaður er til þess að vanda vel til verka þannig að sómi sé að. Undirbúningi námstefnunnar í ár miðar vel áfram og dagskrá er nánast fullmótuð. Umfjöllunarefni skortir hvorki né fyrirlesara. Ef allt gengur upp verða fyrirlesarar frá Svíþjóð, Englandi, Írlandi og Íslandi.

Öll vinna vegna námstefnunnar er ólaunuð. Námstefnan er aðallega fjármögnuð með
styrkjum og sölu auglýsinga í bækling námstefnunnar