Fréttir

Aðalfundur 2010 haldinn í framhaldi af Brunavarnaþingi

Morgunverðarfundur um nýjungar í brunaviðvörunarkerfum.

Haldinn á Hótel Loftleiðum.

Dagskráin er eftirfarandi:

1. Helstu nýjungar í brunaviðvörunarkerfum

Björn Ingi Sverrisson hjá Verkís

2. Helstu nýjungar hjá söluaðilum brunaviðvörunarkerfa.

Fyrirlesarar frá Securitas, Nortek og Öryggismiðstöð Íslands

3. Kynning á gagnagrunni vatnsúðakerfa.

Árni Ísberg og Ólafur Kr. Ragnarsson frá SHS.

Erling Mengshoel hjá Prevent-Systems

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar föstuudaginn 16. mars 2018 kl. 8.

Dagskrá:

Erling Mengshoel, hjá Prevent-Systems, mun kynna hvað hefur verið að gerast í Noregi undanfarin misseri á sviði vatnsþokukerfa.

Í Noregi er nú orðið algengt að box fyrir vatnsþokuúðara eru steypt inn í Filigran einingar. Síðan er PrevPex “rör í rör” tengt og lagt ofan á, og plata steypt yfir.

Þannig myndast hulin lögn fyrir vatnsþokukerfi og eru úðastútar innfelldir í loftin. Auk þess eru PrevPex rörin í steypunni útskiftanleg ef óhapp kemur upp.

Sintef hefur prófað þennan búnað og gefið út vottorð fyrir notkum  í  Insta 900 kerfum og EN 12845 kerfum (OH1 og OH2).

Þetta hentar vel í háreistum sambýlishúsum, íbúðum aldraðra, skólum, leikskólum og ýmsum öðrum byggingum.

 

– Umræður og fyrirspurnir.

 

———————–

 

Fundurinn verður í fundarsal Verkís (Ásbyrgi) að Ofanleiti 2 og hefst stundvíslega kl 8:15. Húsið opnar kl 8:00.

Fundinum lýkur um kl. 9:45.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Skoðunarferð í Búrfellsvirkjun

Farið verður í skoðunarferð í Búrfellsvirkjun fimmtudaginn 30. mars 2017 og skoðaðar framkvæmdir við Búrfell 2. Á heimleiðinni verður slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu heimsótt og aðstæður þar skoðaðar auk þess sem gestum verða kynntar nýja hitamyndavélar sem slökkviliðið er með.

Ferðafyrirkomulag:

Lagt af stað með rútu frá Húsgagnahöllinni kl. 15:00.

17:00 – Komið í Búrfell 2 og framkvæmdir skoðaðar.

19:15 – Brunavarnir Árnessýslu skoðaðar

20:30 – Kvöldmatur á austurlenska veitingastaðnum Menam – Hver og einn greiðir fyrir sig.

Áætluð heimkoma er um kl. 22:00 um kvöldið.

Ekkert kostar í ferðina fyrir skuldlausa félagsmenn.

Óskað er eftir skráningum í síðasta lagi fyrir hádegi 28. mars á mailto:info@bti.is

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórn BTÍ

Skráningarkerfi slökkviliðsins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum

Fyrsti morgunfundur vetrarins verður fimmtudaginn 6. október kl. 8:15-10:00.

Kynnt verður skráningarkerfi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum og möguleg hagnýting þeirra á fleiri sviðum.

Fyrirlesarar verða Einar Bergmann Sveinsson, Ólafur Kr. Ragnarsson og Ómar Traustason frá SHS.

Þeir munu fjalla um hvernig eldvarnaeftirlitskerfið hefur verið byggt upp og hvernig verið er að bæta inn í það eftirliti með brunaviðvörunarkerfis- og vatnsúðakerfunum og hvað menn sjá fyrir sér í framtíðinni, og hvaða möguleikar eru til viðbótar. 

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Eflu.

Stjórn Brunatæknifélagsins.

Aðalfundur 2011 haldinn 20. apríl að loknu Brunavarnaþingi

Næsti morgunfundur verður miðvikudaginn 21. nóvember 2018.

Fundarefni: Kynning á nýjum fagstjóra eldvarnasviðs Mannvirkjastofunar

Davíð S. Snorrason, nýr fagstjóri eldvarnasviðs Mannvirkjastofnunar mun kynna sig og fara yfir nokkur mál sem tengjast eldvörnum og hönnun þeirra.

Fundurinn verður í fundarsal Lotu, verkfræðistofu, Guðríðarstíg 2-4,

113 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Lotu. 

———

Myndin er fengin að láni af skátamál.is

Fundi frestað af óviðráðanlegum orsökum

Fyrsti morgunfundur ársins verður miðvikudaginn 10. janúar 2017.

Fundarefni: Rekstur slökkviliða.

Fyrirlesari er Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Fundurinn verður í fundarsal Mannvits verkfræðistofu Urðarhvarfi 6, Kópavogi og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Mannvits.

 

Tölfræði um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 8:00.

Fundurinn verður í fundarsal Mannvits að Urðarhvarfi 6.

Dagskrá:

Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs.

Jón Friðrik Jóhannsson, deildarstjóri á aðgerðarsviði SHS segir frá Hringrásarbrunum. Almargir brunar hafa orðið á athafnasvæði Hringrásar á undanförnum árum, síðast nú í nóvember, en flestir muna eftir stóra Hringrásarbrunanum 2004. Jón Friðrik lýsir aðgerðum slökkviliðsins í brunanum 2011 og ræðir afstöðu slökkviliðsins til þessara mála.

Guðni I. Pálsson verkfræðingur hjá Mannviti segir frá áhættugreiningum á starfsemi Hringrásar.

 

Umræður og fyrirspurnir.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Mannvits.

————————————————-

Ljósmynd Júlíus Sigurjónsson – Af vef mbl.is. Bruni í Hringrás 12.7.2011

 

Aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum

Á félagsfundi, sem var haldinn þann 16. desember 2010, var fjallað um aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum. Fundurinn var mjög fróðlegur en þar fjallaði Höskuldur Einarsson frá SHS um hvernig slökkviliðið undirbýr aðkomu að stórum byggingum og hvaða lærdóm hönnuðir og arkítektar geta dregið af reynslu þess.

Ljóst er að ýmislegt má bæta til að gera starf slökkviliðsins auðveldara og geta hönnuðir lært mikið á því að kynna sér þær ábendingar sem slökkviliðin koma með t.d. hvað varðar staðsetningu inntaksrýmis varðloka og inntaksopa fyrir úðakerfi bygginga. Að tryggja öryggi bygginga er flókið verk og ljóst að þeim mun opnari samskipti sem eru milli slökkviliðs og hönnuða þeim mun öruggari og betri byggingar fáum við.

Næst fjallaði Örvar Aðalsteinsson frá SHS um merkingar sem hann og hans fólk hafa látið búa til. Þarna er um að ræða merkingar sem tengjast t.d. flóttaleiðum, tilkynningar á fjöldatakmörkunum og merkingum sem skipta máli fyrir slökkviliðin þegar þau koma á staðinn en góðar merkingar á slökkvistað geta auðveldað starf slökkviliða mikið þegar þau koma þangað.

Morgunverðarfundur BTÍ

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 30. janúar 2013 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: Brunar ársins 2012, Gróðureldar og Set.

Dagskrá:

  • Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræði um brunatjón og segir frá nokkrum athyglisverðum brunum á nýliðnu ári.
  • Kristján Einarsson slökkvilðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í plastverksmiðjunni Seti og fjallar um gróðurelda.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.

Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

———————————————————————————————

Myndin er af gróðureldunum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar. Mynd/Anton – af Visir.is

http://www.visir.is/faest-sveitarfelog-hafa-utbuid-vidbragdsaaetlun-vid-grodureldum/article/2012120929022

http://www.visir.is/tugmilljona-tjon-i-sudavik—kostar-hvern-ibua-um-100-thusund/article/2012120929162

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=177356