Fundi frestað af óviðráðanlegum orsökum

Fyrsti morgunfundur ársins verður miðvikudaginn 10. janúar 2017.

Fundarefni: Rekstur slökkviliða.

Fyrirlesari er Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Fundurinn verður í fundarsal Mannvits verkfræðistofu Urðarhvarfi 6, Kópavogi og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Mannvits.

 

Aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum

Á félagsfundi, sem var haldinn þann 16. desember 2010, var fjallað um aðkomuáætlanir SHS að stórum byggingum. Fundurinn var mjög fróðlegur en þar fjallaði Höskuldur Einarsson frá SHS um hvernig slökkviliðið undirbýr aðkomu að stórum byggingum og hvaða lærdóm hönnuðir og arkítektar geta dregið af reynslu þess.

Ljóst er að ýmislegt má bæta til að gera starf slökkviliðsins auðveldara og geta hönnuðir lært mikið á því að kynna sér þær ábendingar sem slökkviliðin koma með t.d. hvað varðar staðsetningu inntaksrýmis varðloka og inntaksopa fyrir úðakerfi bygginga. Að tryggja öryggi bygginga er flókið verk og ljóst að þeim mun opnari samskipti sem eru milli slökkviliðs og hönnuða þeim mun öruggari og betri byggingar fáum við.

Næst fjallaði Örvar Aðalsteinsson frá SHS um merkingar sem hann og hans fólk hafa látið búa til. Þarna er um að ræða merkingar sem tengjast t.d. flóttaleiðum, tilkynningar á fjöldatakmörkunum og merkingum sem skipta máli fyrir slökkviliðin þegar þau koma á staðinn en góðar merkingar á slökkvistað geta auðveldað starf slökkviliða mikið þegar þau koma þangað.

Kynning á brunum í flugvélum

MORGUNFUNDUR 9. NÓVEMBER 2017 – BRUNAR Í FLUGVÉLUM

Annar morgunfundur vetrarins verður 9. nóvember 2017.

Fundarefni: Kynning á brunum í flugvélum.

Fyrirlesari er Georg Arnar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.

Fundurinn verður í matsal Lotu verkfræðistofu Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjávík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Lotu.

Kynning á reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Fyrsti morgunfundur starfsársins verður 18. október 2017.

Fundarefni: Kynning á reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Fyrirlesarar eru Ingibjörg Halldórsdóttir lögfræðingur hjá Landi lögmönnum og Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9 og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði EFLU.

Tölfræði um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 8:00.

Fundurinn verður í fundarsal Mannvits að Urðarhvarfi 6.

Dagskrá:

Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs.

Jón Friðrik Jóhannsson, deildarstjóri á aðgerðarsviði SHS segir frá Hringrásarbrunum. Almargir brunar hafa orðið á athafnasvæði Hringrásar á undanförnum árum, síðast nú í nóvember, en flestir muna eftir stóra Hringrásarbrunanum 2004. Jón Friðrik lýsir aðgerðum slökkviliðsins í brunanum 2011 og ræðir afstöðu slökkviliðsins til þessara mála.

Guðni I. Pálsson verkfræðingur hjá Mannviti segir frá áhættugreiningum á starfsemi Hringrásar.

 

Umræður og fyrirspurnir.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Mannvits.

————————————————-

Ljósmynd Júlíus Sigurjónsson – Af vef mbl.is. Bruni í Hringrás 12.7.2011

 

Dr. Haukur Ingason um öryggismál í jarðgöngum

Brunatæknifélagið býður til morgunfundar mánudaginn 31. október 2016 kl. 8.

Dr. Haukur Ingason heldur fyrirlestur um öryggismál í jarðgöngum.

Efni fundarins er: Rannsóknir á jarðgangabrunum í Noregi og nýjar tilraunir með sjálfvirka sprinklera í jarðgöngum.

 

Haukur Ingason hefur starfað við brunarannsóknir í Svíþjóð síðan 1988 og hefur í áratugi sérhæft sig við rannsóknir á brunum í jarðgöngum. Hann starfar við rannsóknarstofnun sænska ríkisins í Boras (SP) og er í hlutastarfi sem prófessor við Lundarháskóla. Haukur hefur skrifað yfir 130 vísindagreinar sem tengjast efninu og hefur starfað í ýmsum nefndum bæði á Norðurlöndum og alþjóðlega (NFPA, PIARC og ITA-COSUF). Haukur er talinn vera einn af fremstu sérfræðingum á þessu sviði í heiminum.

Nýlega hefur Haukur framkvæmt tilraunir í jarðgöngum með vatnsúðakerfi sem hafa vakið mikla athygli. Þessar tilraunir koma til með að breyta hugsunarhættinum hvað varðar sjálvirk slökkvikerfi í jarðgöngum.

Haukur hefur einnig unnið að rannsóknarverkefnum fyrir Norsku „Haverikommissionina“ og mun kynna niðurstöður frá nokkrum brunum sem hafa orðið nýlega í norskum jarðgöngum. 

 

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Eflu.

Stjórn Brunatæknifélagsins.

Brunatæknifélagið boðar til heimsóknar í olíubirgðastöðina í Örfirisey

Brunatæknifélag Íslands boðar til heimsóknar í olíubirgðastöðina í Örfirisey.

Ferðin er áætluð miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 16.00. Mæting við aðalhlið birgðastöðvarinnar.

Dagskrá heimsóknarinnar er á þá leið að Gestur Guðjónsson hjá Olíudreifingu mun taka á móti okkur og fræða okkur um öryggismál birgðastöðvarinnar, þá mun Örvar Aðalsteinsson hjá forvarnarsviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segja okkur frá aðkomu forvarnarsviðsins að birgðastöðinni. Að lokum mun Gestur sýna okkur hluta af öryggisbúnaði á staðnum. Áætlað er að heimsókninni ljúki um 17.30.

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að senda svar á info@bti.is í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 19. mars.

Morgunverðarfundur BTÍ

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 30. janúar 2013 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: Brunar ársins 2012, Gróðureldar og Set.

Dagskrá:

  • Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræði um brunatjón og segir frá nokkrum athyglisverðum brunum á nýliðnu ári.
  • Kristján Einarsson slökkvilðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í plastverksmiðjunni Seti og fjallar um gróðurelda.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.

Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

———————————————————————————————

Myndin er af gróðureldunum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar. Mynd/Anton – af Visir.is

http://www.visir.is/faest-sveitarfelog-hafa-utbuid-vidbragdsaaetlun-vid-grodureldum/article/2012120929022

http://www.visir.is/tugmilljona-tjon-i-sudavik—kostar-hvern-ibua-um-100-thusund/article/2012120929162

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=177356