Brunaþing 2015 á Hótel Natura

Brunaþing 2015 verður haldið föstudaginn 8. maí á Hótel Natura.

Þema þingsins er brunarannsóknir í víðu samhengi.

Dagskrá:

08:00  Mæting og skráning

08:30  Setning og kynning efnis

08:40  Guðmundur Gunnarsson yfirverkfr.: Aðkoma Mannvirkjastofnunar að brunarannsóknum

09:00  Sigurður Ingi Geirsson, Sjóvá: Aðkoma tryggingafélags að brunatjóni

09:20  Dr. Rory Hadden, fyrirlesari frá BRE Centre for Fire Safety Engineering, University of Edinburgh

10:05  Kaffi

10:30  Lúðvík Eiðsson, tæknideild Lögreglunnar: Brunarannsóknir á Íslandi

10:50  Dr. Jim Lygate, IFIC Forensics, Glasgow  (Fyrirlestur Jims verður fluttur um fjarfundarbúnað)

11:35  Pallborðsumræður og spurningar

12:00 Þingi slitið.

Þingstjóri er Anna Málfríður Jónsdóttir verkfræðingur hjá VSI.

Þingið er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 3000 en frítt fyrir félagsmenn og styrktaraðila.

Ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram.

——–

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Formaður ræðir um heimasíðuna og vetrarstarfið framundan

Ágætu félagar. Í tilefni þess að félagið er búið að taka í notkun nýja heimasíðu finnst mér tilefni til að leggja inn nokkur orð í upphafi nýs starfsárs. Eins og þeir sem hafa opnað síðuna sjá er þetta alveg skínandi vettvangur fyrir félagsmenn hvort sem þeir vilja afla sér upplýsinga um starfið eða miðla upplýsingum. Sá sem á mestan heiður af uppsetningu og útliti síðunnar er Árni Árnason og á hann mikinn heiður skilinn fyrir frábært starf. Það er augljóst að hann hefur lagt mikla vinnu í verkefnið.

Á atburðadagatalinu er hægt að sjá hvað er framundan í starfi félagsins í vetur. Mig langar til að minnast hér á tvo næstu atburði en það er morgunverðarfundur nú 19. október og síðan hátíðarfundur sem verður 18. nóvember. Á morgunverðarfundinum verður rætt um brunavarnarákvæði í drögum að nýrri byggingarreglugerð sem væntanlega verður gefin út á næstunni, en Þessi drög eru búin að vera í smíðum síðustu misseri. Hægt er að nálgast drögin á heimasíðu Mannvirkjastofnunar og skoða þau þar. Tilefni þess að Brunatæknifélagið sér ástæðu til að taka heilan morgunverðarfund í umfjöllun um þessi drög er að kaflinn um brunavarnir hefur valdið mörgum þeirra verulegum vonbrigðum sem þurfa að notast við þessa reglugerð í störfum sínum. Það virðist vera að sá tími og það vinnuframlag sem Mannvirkjastofnun ætlaði í þennan kafla reglugerðarinnar hafi verið of skammur og vinnuframlagið of lítið. Ég tel að nauðsynlegt sé að kaflinn verði endurskoðaður og jafnvel endurskrifaður og það þarf að ætla í það verkefni bæði meiri tíma og vinnuframlag. Til þess að reglugerðin verði nothæfari, og fleiri sjónarmið komist að tel ég líka nauðsynlegt að fleiri aðilar komi að samningunni en embættismenn Mannvirkjastofnunar. Ég vona að sem flestir mæti á morgunverðarfundinn og tjái sig um þetta málefni en frummælendur verða örugglega af betri sortinni.

Samkvæmt atburðadagatalinu er hátíðarfundur áætlaður 18. nóvember. Þessi fundur var fyrst auglýstur sl. vor en vegna dræmrar þátttöku varð að fresta honum. Nú er okkur ekkert að vanbúnaði. Þessi fundur er haldinn í tilefni 20 ára afmælis félagsins og munum við reyna að gera hann eins vel úr garði og við getum og félagið ætlar að greiða rausnarlega niður kostnað. Þess má geta að veg og vanda af undirbúningi hátíðarfundarins hefur hópur sem kallar sig „öldunga“ eða „öldungaráð“. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af fyrrverandi formönnum félagsins sem geta greinilega ekki hætt að starfa, sem betur fer fyrir okkur hin. Fundurinn verður auglýstur rækilega innan skamms og ég skora á félagsmenn að mæta.

Að endingu hvet ég félagsmenn enn og aftur til að nota þennan vettvang eins og þeir mögulega geta.

Óskar Þorsteinsson

formaður.

2011-12-07 Jólafundur

Morgunfundur miðvikudaginn 27.janúar 2016

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar miðvikudaginn 27.janúar 2016 kl. 8:00.

Fundurinn verður í fundarsal Verkís að Ofanleiti.

Dagskrá:

Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina um brunatjón og athyglisverðustu bruna síðasta árs.

Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá stórbrunanum í Plastiðjunni þann 23. nóvember.

Umræður og fyrirspurnir.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Verkís.

 – Ljósmynd Kristján Bergsteinsson – af vef Mbl.is – 

Skoðunarferð í Búrfellsvirkjun, frestað

Farið verður í skoðunarferð í Búrfellsvirkjun miðvikudaginn 16. mars 2016.

Ferðafyrirkomulag:

· Lagt af stað með rútu frá Húsgagnahöllinni kl. 13:45.

– kl. 16:00. Komið í Búrfellsvirkjun  og hún kynnt þátttakendum.

· Skoðum virkjunina og m.a. innviði einnar túrbínunnar.

· 18:00 kvöldmatur í boði Landsvirkjunar.

Áætluð heimkoma er um kl. 22:00 um kvöldið.

Ekkert kostar í ferðina fyrir skuldlausa félagsmenn.

Óskað er eftir skráningum í síðasta lagi fyrir hádegi 15. mars á info@bti.is

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórn BTÍ

Brunaþing 2016 verður haldið föstudaginn 13. maí á Hótel Natura

Brunaþing 2016 verður haldið föstudaginn 13. maí á Hótel Natura.

Þema þingsins í ár er slökkvifroða. Fjallað verður um froðu, notkun hennar og þróun með tilliti til umhverfis.

Á þingið koma tveir sérfróðir fyrirlesarar frá Norðurlöndunum, auk innlendra fyrirlesara. Við hvetjum ykkur til að mæta og kynnast nánar þessu áhugaverða efni.

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn Brunatæknifélagsins.

————

Dagskrá:

8:30     Setning og skipun þingsstjóra – Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

8:40     Hvað er froða? – Elísabet Pálmadóttir, sviðsstjóri á Mannvirkjastofnun

9:25     Froða og heilsa umhverfis og manna – Bo Anderson frá MSB í Svíþjóð.

10:10     Kaffihlé

10:25     Hönnun froðukerfa – Aðili frá Securitas

10:50     Þróun froðu, tegundir, kostir og gallar – Ian Solberg frá Solbergfoam.com í Noregi

11:35     Aðkoma slökkviliðs að kröfum um froðu í verksmiðjum – Ásmundur Jónsson slökkviliðsstjóri Grindavík

12:00     Pallborðsumræður og spurningar

12:15     Brunaþingi slitið

Þingstjóri er Pétur Valdimarsson, Mannvirkjastofnun.

——–

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi

Morgunfundur Brunatæknifélagsins miðvikudaginn 25. maí 2016:

Samanburður hönnunar og brunahönnunar mannvirkja í Noregi og á Íslandi.

Magnús Skúlason byggingarverkfræðingur hjá Verkís mun fjalla um hönnun mannvirkja í Noregi, þ.m.t. hönnunarfasa, númerakerfi, lög og reglugerðir, byggingarleyfi, kröfur til menntunar og reynslu, kröfur til skjölunar og skipulagningar verkefna, rýni ótengdra aðila o.fl.

Davíð S. Snorrason brunahönnuður hjá Verkís fjallar um mismunandi verklag og áherslur við brunahönnun og brunavarnir, hvernig regluverkið sé öðruvísi og hvað við höfum og getum lært af samstarfi við Norðmenn.

Að lokum verða spurningar og umræður þar sem m.a. fundargestir geta miðlað af sinni reynslu.

Fundarstjóri:  Björn Ingi Sverrisson.

Fundurinn verður í fundarsal Verkís Ofanleiti 2 (Ásbyrgi) og hefst stundvíslega kl 8:15.  Húsið opnar kl 8:00.

Allir velkomnir.

Morgunfundur,Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fjallar um heita vinnu og atriði tengd henni

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 8.

Dagskrá:

– Karl Á Hjartarson frá Vátryggingafélagi Íslands og Kristján Jens Kristjánsson frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins munu fjalla um heita vinnu, þ.e. vinnu þar sem unnið er með opinn eld eða verkfæri sem gefa frá sér hita og/eða neista, og atriði tengd henni.

– Umræður og fyrirspurnir.

———————–

Fundurinn verður í fundarsal Verkís (Ásbyrgi) að Ofanleiti 2 og hefst stundvíslega kl 8:15. Húsið opnar kl 8:00.

Fundinum lýkur um kl. 9:30.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.