Brunaþing 2017 verður haldið föstudaginn 28. apríl á Hótel Natura.
Þema þingsins er eldvarnir og eldsvoðar í landbúnaði. Fjallað verður um eldvarnaeftirlit og slökkvistarf í dreifbýli, reynslu bónda af eldsvoða, velferð dýra og brunahönnun landbúnaðarbygginga. Fyrirlesari kemur frá Noregi og fjallar um reynslu Norðmanna af eldvörnum til sveita.
Þátttaka er öllum opin og ókeypis fyrir félagsmenn Brunatæknifélagsins, aðgangeyrir er annars 3000 kr.
————
Dagskrá:
8:30 Setning og skipun þingstjóra
8:40 Snorri Baldursson fv. slökkviliðsstjóri – Eldvarnaeftirlit og ástand til sveita
9:20 Jan-Petter Breilid – Brannen på Stein gård, og mine erfaringer fra branner i landbruket
10:00 Kaffihlé
10:15 Atli Rútur Þorsteinsson verkfræðingur Eflu – Brunahönnun landbúnaðarbygginga
10:45 Júlíus Már Baldursson – Reynsla bónda
11:15 Elísabet Hrönn Fjóludóttir héraðsdýralæknir og Guðmundur Hallgrímsson – Brunavarnir í landbúnaði og velferð dýra
12:00 Pallborðsumræður og spurningar
12:15 Brunaþingi slitið
——–
Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.