Brunaþing 2017, föstudaginn 28. apríl á Hótel Natura

Brunaþing 2017 verður haldið föstudaginn 28. apríl á Hótel Natura.

Þema þingsins er eldvarnir og eldsvoðar í landbúnaði. Fjallað verður um eldvarnaeftirlit og slökkvistarf í dreifbýli, reynslu bónda af eldsvoða, velferð dýra og brunahönnun landbúnaðarbygginga. Fyrirlesari kemur frá Noregi og fjallar um reynslu Norðmanna af eldvörnum til sveita.

Þátttaka er öllum opin og ókeypis fyrir félagsmenn Brunatæknifélagsins, aðgangeyrir er annars 3000 kr.

————

Dagskrá: 

8:30    Setning og skipun þingstjóra

8:40    Snorri Baldursson fv. slökkviliðsstjóri – Eldvarnaeftirlit og ástand til sveita

9:20    Jan-Petter Breilid – Brannen på Stein gård, og mine erfaringer fra branner i landbruket

10:00  Kaffihlé

10:15  Atli Rútur Þorsteinsson verkfræðingur Eflu – Brunahönnun landbúnaðarbygginga

10:45  Júlíus Már Baldursson – Reynsla bónda

11:15  Elísabet Hrönn Fjóludóttir héraðsdýralæknir og Guðmundur Hallgrímsson – Brunavarnir í landbúnaði og velferð dýra

12:00  Pallborðsumræður og spurningar

12:15  Brunaþingi slitið

——–

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu. Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Drög að nýrri byggingarreglugerð

Fundur um drög að nýrri byggingarreglugerð verður miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 8:00 að Hótel Loftleiðum.

Drögin hafa verið send út og fengið umsagnir hjá ýmsum aðilum og eru nú í endurvinnslu. Farið verður yfir stöðu málsins og afstaða umsagnaraðila könnuð.

Frummælendur verða:

Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar

Bjarni Kjartansson forstöðumaður Eldvarnaeftirlits hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og

Gunnar H. Kristjánsson brunaverkfræðingur hjá VSI.

Á morgunverðarfundinum verður rætt um brunavarnarákvæði í drögum að nýrri byggingarreglugerð sem væntanlega verður gefin út á næstunni, en þessi drög eru búin að vera í smíðum síðustu misseri. Hægt er að nálgast drögin á heimasíðu Mannvirkjastofnunar www.mvs.is og skoða þau þar. Tilefni þess að Brunatæknifélagið sér ástæðu til að taka heilan morgunverðarfund í umfjöllun um þessi drög er að kaflinn um brunavarnir hefur valdið mörgum þeirra verulegum vonbrigðum sem þurfa að notast við þessa reglugerð í störfum sínum. Það virðist vera að sá tími og það vinnuframlag sem Mannvirkjastofnun ætlaði í þennan kafla reglugerðarinnar hafi verið of skammur og vinnuframlagið of lítið.

Stjórn BTÍ telur að nauðsynlegt sé að kaflinn verði endurskoðaður og jafnvel endurskrifaður og það þarf að ætla í það verkefni bæði meiri tíma og vinnuframlag. Til þess að reglugerðin verði nothæfari, og fleiri sjónarmið komist að teljum við líka nauðsynlegt að fleiri aðilar komi að samningunni en embættismenn Mannvirkjastofnunar. Við vonum að sem flestir mæti á morgunverðarfundinn og tjái sig um þetta málefni.

Mikilvægt er að fá fram sjónarmið þeirra sem eiga eftir að starfa eftir þessari reglugerð um ókomin ár áður en hún verður gefin út. Reynslan sýnir að mjög erfitt og svifaseint er að breyta slíku regluverki eftirá og mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar.

Fundur um INSTA 950 staðalinn

Fundur um INSTA 950 brunahönnunarstaðalinn var haldinn á Hótel Natura í samvinnu við Mannvirkjastofnun

* Arngrímur Blöndahl hjá Staðlaráði Íslands fjallaði almennt um staðla

* Johan Norén frá Briab Brand & Riskingenjörerna AB fjallar um INSTA 950 brunahönnunarstaðinn

Hér á eftir eru upptökur af fundinum:

>

 

Morgunverðarfundur, miðvikudaginn 25. janúar

Brunatæknifélag Íslands boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. janúar 2012.

Fundurinn verður haldinn á icelandair Hotel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) og hefst kl. 8:00 með morgunverði.

Yfirskrift fundarins er:

Yfirlit yfir bruna ársins 2011 og „áhugaverðir brunar“.

Fundarefni:

• Yfirlit yfir bruna síðasta árs. Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir það helsta sem gerðist á árinu, skoðar tjónatölur og ber saman við síðustu ár.

• Bruninn í Eden í Hveragerði 22. júlí. Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í Eden.

• Fyrirspurnum svarað.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en fundarmenn kaupa sér morgunverð af hlaðborði á kr. 1.850,-

Stjórn BTÍ.

 

(Myndin er af mbl.is / Jón Ingi Jónsson)

Afmælisveisla Brunatæknifélagsins

Það stefnir í góða mætingu í afmælisveislu Brunatæknifélagsins en ennþá eru nokkur sæti laus í rútunni og því viljum við endilega fá fleiri.

Mæting er kl. 16 við Hótel Grand föstudaginn 18. nóv. þar sem rútan bíður og skilar okkur síðan aftur kl. 19 fyrir kvöldverðinn.

Fyrst verður „kveikt í“ mannskapnum með léttum veitingum um leið og rennt er framhjá áhugaverðum stöðum sem tengjast sögu brunamála. Dagskráin kraumar síðan undir ljúffengum mat í salnum okkar á Hótel Grand þar sem við leggjum í 3ja rétta óvissuferð eftir kenjum kokksins. Á milli blossa upp skemmtiatriði í bland við fróðleik á léttum nótum.

Áætluð dagskrárlok eru um kl. 22:00. Þetta verður fyrst og fremst létt og skemmtilegt kvöld þar sem við fögnum því góða starfi og þeim skemmtilega anda sem fylgt hefur félaginu undanfarin 20 ár.

Allt þetta, þ.e. rúta, veitingar í rútu, kvöldverður (fyrir utan vín) og skemmtiatriði fyrir aðeins 3.000 kr. (vinsamlegast takið með seðla, erum ekki posavædd)

ALLIR FÉLAGSMENN VELKOMNIR, ekki síður nýir félagar en þessir gömlu góðu. Skráning fyrir 11. nóv. hjá mailto:info@bti.is.

Myndir frá atburðinum:

https://picasaweb.google.com/106574077908973675305/20111118HatiArfundur?authkey=Gv1sRgCPWJ07X7o9a9Qw#

Morgunverðarfundur, 1. mars 2012

Brunatæknifélag Íslands boðar til morgunverðarfundar FIMMTUDAGINN 1. mars 2012.

Fundurinn verður haldinn á icelandair Hotel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) og hefst kl. 8:00 með morgunverði.

Yfirskrift fundarins er: Mjúkhús – Hamarshöllin í Hveragerði.

Fundarefni:

  • Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur hjá VSI, fer yfir brunatæknilega hönnun Hamarshallarinnar sem er fyrsta bygging sinnar tegundar á Íslandi sem borin er uppi af lofti en ekki hefðbundnu burðarvirki.
  • Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, fer yfir hönnun annarra verkfræðilegra þátta s.s. ákvörðun vindálags og stöðugleikaútreikinga, styrkleika í yfirbyggingu, hljóðvistar, lagnakerfa s.s. blásara hússins, upphitun og loftræsingu ásamt rafkerfi s.s. lýsingu og brunaviðvörunarkerfis.
  • Fyrirspurnir

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en fundarmenn kaupa sér morgunverð af hlaðborði á kr. 1.850,-

Vakin er athygli á því að fundurinn er á fimmtudag en ekki miðvikudag.

Stjórn BTÍ.

Morgunverðarfundur, 14. nóvember kl. 8.00

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: Eigið eldvarnareftirlit í fyrirtækjum og stofnunum. Staða málaflokksins, framtíðarhorfur og reynsla notenda.

Samkvæmt lögum og reglugerðum eiga forráðamenn fyrirtækja og stofnana að stunda eigið eldvarnareftirlit í þeim mannvirkjum sem þeir bera ábyrgð á.

Afar rólega hefur gengið að koma þessu mikilvæga máli á koppinn víðast hvar. Á þessum fundi verður leitast við að skoða stöðu þessara mála eins og þau líta út í dag og framtíðarhorfur.

Dagskrá fundarins:

  • Garðar Guðjónsson fulltrúi Eldvarnarbandalagsins segir frá fyrirætlunum þess og framtíðaráformum. Eldvarnarbandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir og samanstendur af ýmsum hagsmunaaðilum þ.á.m. Mannvirkjastofnun SHS og öllum helstu tryggingafélögum landsins.
  • Örvar Aðalsteinsson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir frá starfi SHS í málaflokknum.
  • Lúðvík B. Ögmundsson öryggisstjóri Landsnets segir frá reynslu þeirra af eigin eldvarnareftirliti
  • Vilhjálmur Pálmason deildarstjóri hjá Háskóla Íslands segir frá þeirra reynslu.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.

Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

Stjórn Brunatæknifélags Íslands.

Brunaþing 2014, 9. maí að Hotel Natura

Fjallað verður um brunavarnir vegna gróðurelda, farið yfir ástand brunavarna, hvernig slökkviliðin eru í stakk búin til að takast á við þá og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir þá.Þingstjóri verður Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri brunavarna Árnessýslu.Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn að loknu Brunavarnaþingi. Hádegisverður er í boði félagsins fyrir félagsmenn BTÍ.

BRUNAVARNAÞING 2014

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

DAGSKRÁ

8:00       Setning þingsins og skipun þingstjóra – Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

8:10       Landfræðilegur gagnagrunnur fyrir brunavarnir. – Björn Traustason, landfræðingur hjá Skógrækt ríkisins

8:30       Vinna stýrihóps um varnir gegn gróðurbrunum – Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu

8:50       Eldvarnir og skipulagning í gróðurlendi í Noregi og víðar – Dag Boten, slökkviliðsstjóri frá Noregi, fjallar um skipulag og reynslu m.t.t. eldvarna gagnvart gróðurbrunum

9:30       Kaffihlé

9:50       Frumvarp til laga um gróðurelda – Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

10:10     Viðbragðáætlanir í sumarhúsalöndum og öðru grónu landi. – Guðni Ingi Pálsson frá Mannvit, fjallar um verkefni sem unnið er að í Árnessýslu.

10:30     Tryggingar á sumarhúsasvæðum og í skógrækt – Karl Hjartason frá VÍS

10:50     Möguleikar á vatnstöku með borunum – Guðmundur Karl Guðjónsson, tæknifræðingur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða

11:10     Kaffihlé

11:30     Sjónarmið sumarhúsaeigenda gagnvart gróðureldum og skipulagi – Sveinn Guðmundsson frá Landsambandi sumarhúsaeigenda

11:50     Sjónarmið sveitarstjórnamanna gagnavart gróðureldum og skipulagi – Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu

12:10     Pallborðsumræður.

12:30     Brunaþingi slitið

————————–

 

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn að loknu Brunavarnaþingi. Hádegisverður er í boði félagsins fyrir félagsmenn BTÍ.

Brunar ársins 2013

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar

miðvikudaginn 29.janúar 2014 kl. 8:00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: *Brunar ársins 2013*

Dagskrá:

  * Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina og ræðir um athyglisverða bruna á nýliðnu ári.

  * Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri Akraness og og Hvalfjarðarsveitar segir frá brunanum í húsnæði skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts.

  * Umræður og fyrirspurnum svarað.

 

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10:00.

Fundarstjóri: Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

 

Mynd af vef ruv.is – Magnús Guðmundsson