Fréttir

Fundur um INSTA 950 staðalinn

Fundur um INSTA 950 brunahönnunarstaðalinn var haldinn á Hótel Natura í samvinnu við Mannvirkjastofnun

* Arngrímur Blöndahl hjá Staðlaráði Íslands fjallaði almennt um staðla

* Johan Norén frá Briab Brand & Riskingenjörerna AB fjallar um INSTA 950 brunahönnunarstaðinn

Hér á eftir eru upptökur af fundinum:

>

 

Brunatæknifélagið efnir til kynningar á brunahönnun nýbyggingar Ölgerðarinnar og síðan verður farið í skoðunarferð um bygginguna. Ef til vill verður svo gerð smá gæðakönnun á framleiðslunni.

Böðvar Tómasson hjá Eflu sá um brunahönnun byggingarinnar og mun hann stjórna kynningunni.

Brunatæknifélagið efnir til kynningar á brunahönnun nýbyggingar Ölgerðarinnar og síðan verður farið í skoðunarferð um bygginguna. Ef til vill verður svo gerð smá gæðakönnun á framleiðslunni.

Böðvar Tómasson hjá Eflu sá um brunahönnun byggingarinnar og mun hann stjórna kynningunni.

Í tilefni þess að Brunatæknifélag Íslands varð 20 ára á dögunum er ráðgert að gera sér dagamun 9. júní næstkomandi.
Fyrirhugað er að hefja dagskrá kl 16:00 við Sundahöfn.  Þar er stigið upp í rútu sem mun aka með okkur milli merkra staða í sögu brunamála á höfuðborgarsvæðinu, um leið og við hlýðum á fyrirlestra og horfum á glærur.
Að rútuferð lokinni verður stigið um borð í Viðeyjarferju sem ferjar okkur út í Viðey, en þar munum við njóta hátíðarkvöldverðar og hátíðardagskrár. Þess má geta að félagið var stofnað í Viðey fyrir rúmlega 20 árum.

Í tilefni þess að Brunatæknifélag Íslands varð 20 ára á dögunum er ráðgert að gera sér dagamun 9. júní næstkomandi.

Fyrirhugað er að hefja dagskrá kl 16:00 við Sundahöfn. Þar er stigið upp í rútu sem mun aka með okkur milli merkra staða í sögu brunamála á höfuðborgarsvæðinu, um leið og við hlýðum á fyrirlestra og horfum á glærur.

Að rútuferð lokinni verður stigið um borð í Viðeyjarferju sem ferjar okkur út í Viðey, en þar munum við njóta hátíðarkvöldverðar og hátíðardagskrár. Þess má geta að félagið var stofnað í Viðey fyrir rúmlega 20 árum.

BTÍ mun niðurgreiða aðgangseyri rausnalega og verður hann því aðeins kr 5.000,- á mannin. Innifalið er rútuferð, Viðeyjarferjan (fram og til baka J) og kvöldverður.

Til að þetta geti gengið upp þurfum við lágmarksfjölda þátttakenda. Því biðjum við þau sem ætla að taka þátt að láta okkur vita á póstfang mailto:bis@verkis.is.is fyrir kl 12:00 mánudaginn 6. júní n.k.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Afmælisveisla Brunatæknifélagsins

Það stefnir í góða mætingu í afmælisveislu Brunatæknifélagsins en ennþá eru nokkur sæti laus í rútunni og því viljum við endilega fá fleiri.

Mæting er kl. 16 við Hótel Grand föstudaginn 18. nóv. þar sem rútan bíður og skilar okkur síðan aftur kl. 19 fyrir kvöldverðinn.

Fyrst verður „kveikt í“ mannskapnum með léttum veitingum um leið og rennt er framhjá áhugaverðum stöðum sem tengjast sögu brunamála. Dagskráin kraumar síðan undir ljúffengum mat í salnum okkar á Hótel Grand þar sem við leggjum í 3ja rétta óvissuferð eftir kenjum kokksins. Á milli blossa upp skemmtiatriði í bland við fróðleik á léttum nótum.

Áætluð dagskrárlok eru um kl. 22:00. Þetta verður fyrst og fremst létt og skemmtilegt kvöld þar sem við fögnum því góða starfi og þeim skemmtilega anda sem fylgt hefur félaginu undanfarin 20 ár.

Allt þetta, þ.e. rúta, veitingar í rútu, kvöldverður (fyrir utan vín) og skemmtiatriði fyrir aðeins 3.000 kr. (vinsamlegast takið með seðla, erum ekki posavædd)

ALLIR FÉLAGSMENN VELKOMNIR, ekki síður nýir félagar en þessir gömlu góðu. Skráning fyrir 11. nóv. hjá mailto:info@bti.is.

Myndir frá atburðinum:

https://picasaweb.google.com/106574077908973675305/20111118HatiArfundur?authkey=Gv1sRgCPWJ07X7o9a9Qw#

Morgunverðarfundur, 1. mars 2012

Brunatæknifélag Íslands boðar til morgunverðarfundar FIMMTUDAGINN 1. mars 2012.

Fundurinn verður haldinn á icelandair Hotel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) og hefst kl. 8:00 með morgunverði.

Yfirskrift fundarins er: Mjúkhús – Hamarshöllin í Hveragerði.

Fundarefni:

  • Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur hjá VSI, fer yfir brunatæknilega hönnun Hamarshallarinnar sem er fyrsta bygging sinnar tegundar á Íslandi sem borin er uppi af lofti en ekki hefðbundnu burðarvirki.
  • Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, fer yfir hönnun annarra verkfræðilegra þátta s.s. ákvörðun vindálags og stöðugleikaútreikinga, styrkleika í yfirbyggingu, hljóðvistar, lagnakerfa s.s. blásara hússins, upphitun og loftræsingu ásamt rafkerfi s.s. lýsingu og brunaviðvörunarkerfis.
  • Fyrirspurnir

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en fundarmenn kaupa sér morgunverð af hlaðborði á kr. 1.850,-

Vakin er athygli á því að fundurinn er á fimmtudag en ekki miðvikudag.

Stjórn BTÍ.

Morgunverðarfundur, miðvikudaginn 25. janúar

Brunatæknifélag Íslands boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. janúar 2012.

Fundurinn verður haldinn á icelandair Hotel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðum) og hefst kl. 8:00 með morgunverði.

Yfirskrift fundarins er:

Yfirlit yfir bruna ársins 2011 og „áhugaverðir brunar“.

Fundarefni:

• Yfirlit yfir bruna síðasta árs. Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir það helsta sem gerðist á árinu, skoðar tjónatölur og ber saman við síðustu ár.

• Bruninn í Eden í Hveragerði 22. júlí. Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir frá brunanum í Eden.

• Fyrirspurnum svarað.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en fundarmenn kaupa sér morgunverð af hlaðborði á kr. 1.850,-

Stjórn BTÍ.

 

(Myndin er af mbl.is / Jón Ingi Jónsson)

Morgunverðarfundur, 14. nóvember kl. 8.00

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 8.00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: Eigið eldvarnareftirlit í fyrirtækjum og stofnunum. Staða málaflokksins, framtíðarhorfur og reynsla notenda.

Samkvæmt lögum og reglugerðum eiga forráðamenn fyrirtækja og stofnana að stunda eigið eldvarnareftirlit í þeim mannvirkjum sem þeir bera ábyrgð á.

Afar rólega hefur gengið að koma þessu mikilvæga máli á koppinn víðast hvar. Á þessum fundi verður leitast við að skoða stöðu þessara mála eins og þau líta út í dag og framtíðarhorfur.

Dagskrá fundarins:

  • Garðar Guðjónsson fulltrúi Eldvarnarbandalagsins segir frá fyrirætlunum þess og framtíðaráformum. Eldvarnarbandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir og samanstendur af ýmsum hagsmunaaðilum þ.á.m. Mannvirkjastofnun SHS og öllum helstu tryggingafélögum landsins.
  • Örvar Aðalsteinsson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir frá starfi SHS í málaflokknum.
  • Lúðvík B. Ögmundsson öryggisstjóri Landsnets segir frá reynslu þeirra af eigin eldvarnareftirliti
  • Vilhjálmur Pálmason deildarstjóri hjá Háskóla Íslands segir frá þeirra reynslu.
  • Umræður og fyrirspurnum svarað.

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10.00.

Fundarstjóri Óskar Þorsteinsson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

Stjórn Brunatæknifélags Íslands.

Brunaþing 2014, 9. maí að Hotel Natura

Fjallað verður um brunavarnir vegna gróðurelda, farið yfir ástand brunavarna, hvernig slökkviliðin eru í stakk búin til að takast á við þá og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir þá.Þingstjóri verður Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri brunavarna Árnessýslu.Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn að loknu Brunavarnaþingi. Hádegisverður er í boði félagsins fyrir félagsmenn BTÍ.

BRUNAVARNAÞING 2014

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

DAGSKRÁ

8:00       Setning þingsins og skipun þingstjóra – Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

8:10       Landfræðilegur gagnagrunnur fyrir brunavarnir. – Björn Traustason, landfræðingur hjá Skógrækt ríkisins

8:30       Vinna stýrihóps um varnir gegn gróðurbrunum – Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu

8:50       Eldvarnir og skipulagning í gróðurlendi í Noregi og víðar – Dag Boten, slökkviliðsstjóri frá Noregi, fjallar um skipulag og reynslu m.t.t. eldvarna gagnvart gróðurbrunum

9:30       Kaffihlé

9:50       Frumvarp til laga um gróðurelda – Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

10:10     Viðbragðáætlanir í sumarhúsalöndum og öðru grónu landi. – Guðni Ingi Pálsson frá Mannvit, fjallar um verkefni sem unnið er að í Árnessýslu.

10:30     Tryggingar á sumarhúsasvæðum og í skógrækt – Karl Hjartason frá VÍS

10:50     Möguleikar á vatnstöku með borunum – Guðmundur Karl Guðjónsson, tæknifræðingur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða

11:10     Kaffihlé

11:30     Sjónarmið sumarhúsaeigenda gagnvart gróðureldum og skipulagi – Sveinn Guðmundsson frá Landsambandi sumarhúsaeigenda

11:50     Sjónarmið sveitarstjórnamanna gagnavart gróðureldum og skipulagi – Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu

12:10     Pallborðsumræður.

12:30     Brunaþingi slitið

————————–

 

Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn að loknu Brunavarnaþingi. Hádegisverður er í boði félagsins fyrir félagsmenn BTÍ.

Brunar ársins 2013

Brunatæknifélag Íslands efnir til morgunverðarfundar

miðvikudaginn 29.janúar 2014 kl. 8:00 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.

Fundarefnið verður: *Brunar ársins 2013*

Dagskrá:

  * Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fer yfir tölfræðina og ræðir um athyglisverða bruna á nýliðnu ári.

  * Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri Akraness og og Hvalfjarðarsveitar segir frá brunanum í húsnæði skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts.

  * Umræður og fyrirspurnum svarað.

 

Reiknað er með að fundinum ljúki um kl. 10:00.

Fundarstjóri: Kristján Vilhelm Rúriksson formaður BTÍ.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

 

Mynd af vef ruv.is – Magnús Guðmundsson

Nýjungar í slökkvikerfum í Evrópu

Brunatæknifélag íslands boðar til morgunverðarfundar um úðakerfi á Hótel Natura (Loftleiðum) þriðjudaginn 7. janúar 2014 kl. 8.

Í fundinum verður fjallað um það sem er nýjast að gerast í málefnum slökkvikerfa í Evrópu og m.a. komið inn á eftirfarandi efni:

– Þróun úðakerfa og þokukerfa og mismunandi notkun þeirra

– Möguleikar á að steypa röralagnir fyrir kerfin inn í steinsteypu, hvernig rör eru leyfð, samsetningar, lega lagna og frágangur

– Notkun plaströra í úðakerfi; gerðir, í hvaða áhættuflokkum má nota þau, varðar eða óvarðar lagnir

– Úðakerfi í íbúðum á hjúkrunarheimilum og slíkum stöðum

– Úðakerfi eða gaskerfi í viðkvæmum tæknirýmum t.d. tölvurýmum

Fyrirlesarar eru John Erik Homli og Nick Groos frá Viking Sprinkler í Evrópu. Þeir hafa báðir áratuga reynslu á þessu sviði og þekkja vel þá þróun sem er varðandi notkun kerfa og allan tæknibúnað í þau.

Enginn aðgangseyrir er að fundinum, en ætlast er til að fundargestir kaupi sér morgunverð af morgunverðarhlaðborði hótelsins.

Stjórn Brunatæknifélags Íslands.